Menu
Menu

Stuðningsfulltrúar óskast til starfa á Sólheimum í Grímsnesi

                 

Sólheimar í Grímsnesi óskar eftir að ráða trausta og áhugasama stuðningsfulltrúa til starfa í
nýju 
tveggja 
íbúða sambýli fyrir geðfatlaðaeinstaklinga á Sólheimum frá og með 1. apríl 2021. 
Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 10-12 tíma vöktum í vinnulotum. Starfshlutfall 80-100% eða eftir samkomulagi.

Hlutverk íbúðakjarnans er að veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimilis með því að mæta þörfum þeirra með áherslu á sjálfstætt líf og valdeflandi stuðning.

Helstu verkefni og ábyrgð:
o Veita íbúum aðstoð við athafnir daglegs lífs, félagslegan stuðning og valdeflingu
o Framfylgja þjónustuáætlunum viðkomandi einstaklinga
o Dagleg umsjón með heimilishaldi, þrifum og eftirliti
o Hvetja íbúa til virkni, þjálfunar og þátttöku í félagslífi á Sólheimum
o Samstarf við íbúa, aðstandendur og annað starfsfólk
o Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög og reglur


Hæfniskröfur:
o Þekking og/eða haldgóð reynsla af vinnu með geðfötluðum æskileg
o Reynsla af umönnunarstörfum æskileg
o Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
o Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og frumkvæði
o Starfsmaður skal vera reyklaus og reglusamur
o Starfsmaður skal hafa hreint sakavottorð
o Jákvæðni og áhugi á að starfa í anda gilda Sólheima

Sólheimar er sjálfbært samfélag þar sem um 110 einstaklingar búa og starfa saman. þar er m.a. rekin, verslun, kaffihús, íþróttahús og sundlaug. Á vinnustofum fyrir fatlaða fer fram fjölbreytt starfsemi í leirgerð, vefstofu, smiðastofu, listasmiðju og í kertagerð.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elfa Björk Kristjánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma; 662-8972 eða netfangið; elfa.bjork.kristjansdottir@solheimar.is. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið; umsoknir@solheimar.is ásamt kynningarbréfi og ferilskrá.

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!