Menu
Menu
parallax

Leikfélag Sólheima

Síðan 1931
_DSC8364 2.jpg__PID:2c3a8019-2042-419a-8b9e-d96a4b59d02e
Leikfelag_02.jpg__PID:24682c3a-8019-4042-819a-8b9ed96a4b59

Leikfélag Sólheima var stofnað 1931, aðeins ári eftir að Sólheimar hófu starfsemi.
Það er því löng hefð fyrir starfi leikfélagsins á Sólheimum.
Á hverju ári eru settar upp metnaðarfullar sýningar þar sem öll fá tækifæri til að taka þátt.
Hefð er fyrir því að frumsýna á sumardaginn fyrsta.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um sýningu ársins og eldri sýningar. 

obyggðirnar kalla 2024.jpg__PID:19563ab4-9254-4e68-a1ce-b9b174ba96e2

ÓBYGGÐIRNAR KALLA

Leikfélag Sólheima setur upp leikritið Óbyggðirnar kalla í leikstjórn Magnúsar J. Magnússonar. Leikritið fjallar um ferðamenn á Íslandi sem komast í hann krappann í kynnum sínum við íslenska náttúru og tröll. 


Leiðsögumennirnir gefast þó ekki upp og sjá um sína. 
Skemmtileg fjölskyldusýning fyrir alla aldurshópa. 
Við hlökkum til að sjá ykkur í Sólheimaleikhúsinu.

Nánari upplýsingar í síma 847-5323
Miðar til sölu hér í vefverslun Sólheima

Næstu sýningar 
Smelltu á dagsetningu til að kaupa miða

Ævintýralegt leikrit um ferðamenn sem villast í óbyggðum Íslands

Ferðasumarið er að hefjast og leiðsögumennirnir eru að gera sig klára fyrir allan ferðamannafjöldann, innlenda sem erlenda. En það leynist ýmislegt í óbyggðunum sem jafnvel leiðsögumennirnir búast ekki við.

 Leikfélag Sólheima leikur sér hér, ásamt höfundi á frumlegan og sniðugan hátt með viðburði líðandi stundar, þekktar persónur úr dægurmenningu og þjóðsögum. Dægurlög sem allir Íslendingar þekkja halda svo þétt utan um söguþráðinn.

Leikstjórinn og höfundurinn, Magnús J. Magnússon er fæddur á Akureyri 11. júní 1954. Hann ólst þar upp til 16 ára aldurs en þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar þar sem hann bjó til 1977. Þá var haldið til Reykjavíkur til náms og starfs og síðan þá hefur hann starfað sem kennari.

Alla tíð hefur hann starfað að leiklistarmálum, sérstaklega meðal barna og unglinga. Öll sumur frá 1980–1988 vann hann á Sólheimum og stjórnaði þar slátturhóp. Á þessum árum setti hann upp þrjár sýningar með Leikfélagi Sólheima. 1983 setti hann upp Hópinn og 1984 leikverkið Lífmyndir. Farið var með þá sýningu í 6 vikna leikferð um Ísland og og víða um Norðurlönd. Magnús hefur einnig sett upp sýningar hjá öðrum áhugaleikfélögum og framhaldsskólum.

_DSC7133 1.jpg__PID:175bad6d-d80e-49fd-81e5-9577a1f384fe
_DSC7063.jpg__PID:11879b6d-9c29-4ab6-9bb5-222e8f2df04f
_DSC7067.jpg__PID:dbb5222e-8f2d-404f-9b59-bca26f639e92
_DSC7071.jpg__PID:222e8f2d-f04f-4b59-bca2-6f639e929d74
_DSC7073.jpg__PID:4f9b59bc-a26f-439e-929d-744b35834970
_DSC7077.jpg__PID:6f639e92-9d74-4b35-8349-70505c2fbf3e
_DSC7092.jpg__PID:744b3583-4970-405c-afbf-3e5879c0f910
_DSC7096.jpg__PID:70505c2f-bf3e-4879-80f9-10ec532645a0
_DSC7100.jpg__PID:3e5879c0-f910-4c53-a645-a0fa21664f78
_DSC7109.jpg__PID:10ec5326-45a0-4a21-a64f-78816b1eb57e
_DSC7112.jpg__PID:4f78816b-1eb5-4ef0-ad77-42283e37061b
_DSC7115.jpg__PID:b57ef02d-7742-483e-b706-1be1cb5a80aa
_DSC7119.jpg__PID:42283e37-061b-41cb-9a80-aa1a6249cf17
_DSC7127.jpg__PID:1be1cb5a-80aa-4a62-89cf-1741e5ece78a
_DSC7133.jpg__PID:1a6249cf-1741-45ec-a78a-8ee6b458d059


Leifur Þór Ragnarsson tók ljósmyndirnar af leikritinu. 

Sýningarskrá

Sýningarskrá_2024fyrir netsíðu-1a.jpg__PID:a85521b9-5ccf-42c5-83ab-a47e41db3320
Sýningarskrá_2024fyrir netsíðu-1b.jpg__PID:5521b95c-cf42-4543-aba4-7e41db3320fe
Sýningarskrá_2024fyrir netsíðu-2a.jpg__PID:21b95ccf-42c5-43ab-a47e-41db3320fe15
Sýningarskrá
Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!