Menu
Menu
parallax

Skógræktin Ölur

Skógrækt og Kolefnisbinding

Skógræktin Ölur var stofnuð árið 1991 og hefur síðan þá ræktað og selt trjáplöntur til almennings, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana.

Ölur sér um ræktun, gróðursetningar og umhirðu skógræktar Sólheima, sem nær yfir um 200 hektara lands. Starfsemi Ölurs hefur vaxið ört á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn. Fjárfest hefur verið í innviðum stöðvarinnar og tækjabúnaður hefur stórbatnað, sem gerir Ölri kleift að taka að sér bæði stór og smá verkefni. Ræktunargeta stöðvarinnar er nú áætluð yfir 1.000.000 trjáplöntur á ári.

Plöntukaup
Almenningur getur nálgast trjáplöntur úr Ölri, ræktaðar á Sólheimum, fyrir utan Grænu könnuna frá maí til september ár hvert. Úrvalið er bæði fyrir garðrækt og skógrækt einstaklinga.

Stærri pantanir
Fyrir stærri pantanir (yfir 10.000 trjáplöntur) er nauðsynlegt að leggja inn pöntun. Hún er skráð í ræktunaráætlun Ölurs og afhendingardagsetning er næst áætluð í samráði við kaupanda. 

Frekari upplýsingar
Skógræktarstjóri Sólheima, Eiður Eyþórsson, veitir frekari upplýsingar.
• Netfang: eidur@solheimar.is
• Vinnusími: 855-6069 (Ef símtali er ósvarað, vinsamlegast sendið smáskilaboð (SMS) með fyrirspurn ykkar, og henni verður svarað eins fljótt og auðið er).

Ljósmyndir Leifur Þór Ragnarsson

Kolefnisjöfnun

Á Sólheimum hafa samstarfsaðilar getað kolefnisjafnað rekstur sinn á síðustu árum, og tugir þúsunda trjáplantna hafa verið gróðursettar í landi Sólheima í þeim tilgangi.


Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um Kolefnisjöfnun með Sólheimum 
eða hér til að vara beint í netverslun og kaupa kolefnisjöfnun. 

Tré fyrir tré

Allt-3_2048x.jpg__PID:a7cf38d5-5a20-478c-8868-23153e0bd74f

Árið 2024 var verkefninu Tré fyrir tré hleypt af stokkunum. Markmið þess er að styðja við starfsemi Sólheima og hafa jákvæð áhrif á náttúruna.
Í smíðastofu Sólheima í Ólasmiðju, verður Sólheimaskógur til. Trén koma í þremur stærðum og litum, og fyrir hvert keypt tré skuldbindur Ölur sig til að gróðursetja 5, 10 eða 20 tré á landi Sólheima.

Trén eru tilvalin gjafavara fyrir náttúru unnendur sem vilja láta gott af sér leiða.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna í hér vefverslun Sólheima.

Trjásafn Sólheima

Leirgerð

Trjásafn Sólheima var formlega opnað 5. júlí 2005 á 75 ára afmæli Sólheima. Í garðinum eru um 50 tegundir trjáplatna. 

1 SÚLUBLÆÖSP
2 HENGIBJÖRK (Vörtubjörk)
3 STEINBJÖRK
4 ILMBJÖRK
5 ÚLFAREYNIR
6 BLÆÖLUR
7 BERGFURA
8 RUNNAREYNIR
9 SITKAGRENI
10 SITKAÖLUR
11 KASMÍRREYNIR
12 SVEIGFURA
13 ALASKAÖSP
14 BLÓÐBEYKI
15 EPLA TRÉ
16 SÍBERÍUÞINUR 

17 HROSSAKASTANÍA
18 BRODDFURA
19 ILMREYNIR
20 FJALLAGULLREGN
21 GARÐAHLYNUR
22 SKRAUTREYNIR
23 RAUÐGRENI
24 BLÁGRENI
25 HVÍTGRENI
26 ALASKAVÍÐIR ‘Gústa’
27 LINDIFURA
28 RÓSAREYNIR 
29 GRÁREYNIR
30 GRÁÖLUR
31 ÁLMUR
32 SNÆREYNIR

33 SKÓGARFURA
34 STAFAFURA 
35 SUMAREIK
36 EVRÓPUASKUR
37 KNAPPAREYNIR
38 BLÆÖSP
39 ALPAREYNIR
40 FJALLAFURA
41 FJALLAÞINUR
42 HREGGSTAÐAVÍÐIR
43 SELJA
44 HEGGUR
45 KÖRFUVÍÐIR
46 STRANDAVÍÐIR
47 JÖRFAVÍÐIR ‘Katla’
48 VIÐJA

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!