Menu
Menu

MARS - Margmiðlunarstöð Sólheima
 ÚPS - Útvarp Sólheima

MARS og ÚPS

MARS - Margmiðlunarstöð Sólheima
Margmiðlunarstöð Sólheima framleiðir allskonar margmiðlunarefni.
Við vinnum með ljósmyndir, vídeó, hljóð og fleira.
Starfsemi Mars hefur verið ríkulega styrkt af Lionsklúbbnum Skjaldbreið og Grímsnes- og Grafningshrepp.  
Krúnudjásn Margmiðlunarstöðvarinnar er ÚPS - Útvarp Sólheima.

ÚPS - Útvarp Sólheima
Útvarp Sólheima sendir út þætti á internetinu.
ÚPS framleiðir ýmsa þætti og eru þeir margir aðgengilegir hér á heimasíðu Sólheima.
Óskalagaþáttur ÚPS er í beinni útsendingu á föstudögum frá klukkan 13:00-16:00. Tekið er á móti óskalögum í síma 422-6030 á útsendingartíma. 
Til að hafa samband þá er emaillinn okkar mars(hjá)solheimar.is

Hér er hægt að hlusta á beina útsendingu á föstudögum frá klukkan 1 til 4.

MARS – Margmiðlunarstöðin framleiðir allskonar vídeó. Meðal annars vídeó um lífið á Sólheimum, af viðburðum og kynningarvídeó um starfsemi Sólheima.
Hér er hlekkur á Youtube rás MARS þar sem hægt að sjá vídeóin.

Óskalagaþáttur ÚPS

Óskalagaþáttur ÚPS er sendur út í beinni útsendingu á föstudögum frá klukkan 13:00-16:00. Tekið er á móti óskalögum í síma 422-6030  á útsendingartíma.
Gestir eru ávallt velkomnir í beina útsendingu.  

Fastir dagskrárliðir eru: Atburðarás Kristjáns Atla, Hugvekja með séra Gunnari Einarssyni, Íþróttafréttir með Leó, Á döfinni með Silfurskottunni, samsöngur, óskalög og viðtöl. 

Hér er hægt að hlusta á beina útsendingu á föstudögum frá klukkan 1 til 4. 

Kertagerð

Upptökur af Óskalagaþætti ÚPS

Hugvekja með séra Gunnari Einarssyni

Gunnar Einarsson

Gunnar Einarsson hefur mikinn áhuga á trúmálum og kristilegum gildum. Til að miðla reynslu sinni og hugleiðingum er Gunnar með hugvekju í Óskalagþætti ÚPS. Hér til hliðar má hlíða á upptökur af Hugvekjum Gunnars.

Góðar minningar með Maríu K Jacobsen

María K. Jacobsen ræðir við gesti sína um liðna tíð. 

Góðar minningar með Maríu K Jacobsen
Jun 11, 2017 Hjortur Palsson

ÚPS á Flakki

Reglulega leggjum við land undir fót og sendum út annarstaðar frá.
Við höfum til dæmis sent út frá Skaftholti, Björnólfsstöðum í Langadal og frá Jólamarkaði Sólheima í Kringlunni.

Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á gamlar uppptökur frá flakki ÚPS.

Atburðarás Kristjáns Atla

Kristján Atli Sævarsson heldur úti þættinum Atburðarás Kristjáns Atla þar sem hann fer yfir þá sögulegu viðburði sem hafa átt sér stað á viðkomandi degi. Ásamt því að segja frá því hverjir eiga afmæli þann daginn. Þátturinn er á dagskrá á föstudögum klukkan 14:30 í beinni útsendingu. 
Hér er hlekkur til að hlusta í beinni. 


Eldri upptökur eru í spilaranum hér til hliðar.   

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!