Menu
Menu

MARS - Margmiðlunarstöð Sólheima
 ÚPS - Útvarp Sólheima

MARS og ÚPS

MARS - Marg-miðlunar-stöð Sólheima
Marg-miðlunar-stöð Sólheima framleiðir allskonar marg-miðlunar-efni.
Við vinnum með ljósmyndir, vídeó, hljóð og fleira.
Starfsemi Mars hefur verið ríkulega styrkt af Lions-klúbbnum Skjaldbreið og Grímsnes- og Grafningshrepp.  
Krúnudjásn Marg-miðlunar-stöðvarinnar er ÚPS - Útvarp Sólheima.

ÚPS - Útvarp Sólheima
Útvarp Sólheima sendir út þætti á internetinu.
ÚPS framleiðir ýmsa þætti og eru þeir margir aðgengilegir hér á heimasíðu Sólheima.
Óskalagaþáttur ÚPS er í beinni útsendingu á föstudögum frá klukkan 13:00-16:00. Tekið er á móti óskalögum í síma 422-6030 á útsendingartíma. 
Til að hafa samband þá er emaillinn okkar mars(hjá)solheimar.is

Hér er hægt að hlusta á beina útsendingu á föstudögum frá klukkan 1 til 4.

MARS – Margmiðlunarstöðin framleiðir allskonar vídeó. Meðal annars vídeó um lífið á Sólheimum, af viðburðum og kynningarvídeó um starfsemi Sólheima.
Hér er hlekkur á Youtube rás MARS þar sem hægt að sjá vídeóin.

Óskalagaþáttur ÚPS

Óskalagaþáttur ÚPS er sendur út í beinni útsendingu á föstudögum frá klukkan 13:00-16:00. Tekið er á móti óskalögum í síma 422-6030  á útsendingartíma.
Gestir eru ávallt velkomnir í beina útsendingu.  

Fastir dagskrárliðir eru: Atburðarás Kristjáns Atla, Hugvekja með séra Gunnari Einarssyni, Íþróttafréttir með Leó, Á döfinni með Silfurskottunni, samsöngur, óskalög og viðtöl. 

Hér er hægt að hlusta á beina útsendingu á föstudögum frá klukkan 1 til 4. 

Kertagerð

Upptökur af Óskalagaþætti ÚPS

Rokkþátturinn Þrumufuglinn

Þrumufuglinn_2023.jpg__PID:55f8d24c-f488-4db5-9ade-7528db3b3e08

Í Rokkþættinum Þrumufuglinn er spiluð allskonar rokktónlist af þyngstu gerð, því þyngra því betra. 
ATHUGIÐ þessi þáttur er ekki fyrir viðkvæma. 
Umfjónarfólk þáttarins eru Kamma, Rúnar og Pálmi.

Hugvekja með séra Gunnari Einarssyni

Gunnar Einarsson

Gunnar Einarsson hefur mikinn áhuga á trúmálum og kristilegum gildum. Til að miðla reynslu sinni og hugleiðingum er Gunnar með hugvekju í Óskalagþætti ÚPS. Hér til hliðar má hlíða á upptökur af Hugvekjum Gunnars.

Góðar minningar með Maríu K Jacobsen

María K. Jacobsen ræðir við gesti sína um liðna tíð. 

Góðar minningar með Maríu K Jacobsen
Jun 11, 2017 Hjortur Palsson

ÚPS á Flakki

Reglulega leggjum við land undir fót og sendum út annarstaðar frá.
Við höfum til dæmis sent út frá Skaftholti, Björnólfsstöðum í Langadal og frá Jólamarkaði Sólheima í Kringlunni.

Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á gamlar uppptökur frá flakki ÚPS.

Atburðarás Kristjáns Atla

Kristján Atli Sævarsson heldur úti þættinum Atburðarás Kristjáns Atla þar sem hann fer yfir þá sögulegu viðburði sem hafa átt sér stað á viðkomandi degi. Ásamt því að segja frá því hverjir eiga afmæli þann daginn. Þátturinn er á dagskrá á föstudögum klukkan 14:30 í beinni útsendingu. 
Hér er hlekkur til að hlusta í beinni. 


Eldri upptökur eru í spilaranum hér til hliðar.   

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!