MARS - Margmiðlunarstöð Sólheima
ÚPS - Útvarp Sólheima
Hér er hægt að hlusta á beina útsendingu á föstudögum frá klukkan 1 til 4.
Þess á milli sendum við út gamla þætti, endilega prófaðu að hlusta í spilaranum.
MARS - Marg-miðlunar-stöð Sólheima
Marg-miðlunar-stöð Sólheima framleiðir allskonar marg-miðlunar-efni.
Við vinnum með ljósmyndir, vídeó, hljóð og fleira.
Starfsemi Mars hefur verið ríkulega styrkt af Lions-klúbbnum Skjaldbreið og Grímsnes- og Grafningshrepp.
Krúnudjásn Marg-miðlunar-stöðvarinnar er ÚPS - Útvarp Sólheima.
ÚPS - Útvarp Sólheima
Útvarp Sólheima sendir út þætti á internetinu.
ÚPS framleiðir ýmsa þætti og eru þeir margir aðgengilegir hér á heimasíðu Sólheima.
Óskalagaþáttur ÚPS er í beinni útsendingu á föstudögum frá klukkan 13:00-16:00. Tekið er á móti óskalögum í síma 422-6030 á útsendingartíma.
Til að hafa samband þá er emaillinn okkar mars(hjá)solheimar.is
Óskalagaþáttur ÚPS
Óskalagaþáttur ÚPS er sendur út í beinni útsendingu á föstudögum frá klukkan 13:00-16:00. Tekið er á móti óskalögum í síma 422-6030 á útsendingartíma.
Gestir eru ávallt velkomnir í beina útsendingu.
Fastir dagskrárliðir eru: Atburðarás Kristjáns Atla, Íþróttafréttir með Leó, Á döfinni með Silfurskottunni, Hugvekja með séra Gunnari Einarssyni og Reyni Pétri, samsöngur, óskalög og viðtöl.
Hér er hægt að hlusta á beina útsendingu á föstudögum frá klukkan 1 til 4.
Þess á milli sendum við út gamla þætti, endilega prófaðu að hlusta í spilaranum.
Upptökur af Óskalagaþætti ÚPS
Góðar minningar með Maríu K Jacobsen
María K. Jacobsen var stór hluti af útvarpinu okkar allt frá fyrstu útsendingum.
Mæja lést í september 2025 og við í útvarpinu söknum hennar mikið. Enda einstök vinkona okkar og frábær útvarpskona. Hún var þekkt fyrir sín frábæru viðtöl, yndislegan söng og skemmtilegar sögur úr fortíðinni.
Hér er þáttur sem hún gerði fyrir nokkrum árum þar sem hún fékk Reyni Pétur í viðtal til sín.
Minningarþáttur um Mæju
ÚPS á Flakki

Reglulega leggjum við land undir fót og sendum út annarstaðar frá.
Við höfum til dæmis sent út frá Skaftholti, Björnólfsstöðum í Langadal og frá Jólamarkaði Sólheima í Kringlunni.
Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á gamlar uppptökur frá flakki ÚPS.
Atburðarás Kristjáns Atla
Kristján Atli Sævarsson heldur úti þættinum Atburðarás Kristjáns Atla þar sem hann fer yfir þá sögulegu viðburði sem hafa átt sér stað á viðkomandi degi. Ásamt því að segja frá því hverjir eiga afmæli þann daginn. Þátturinn er á dagskrá á föstudögum klukkan 14:30 í beinni útsendingu.
Hér er hlekkur til að hlusta í beinni.
Eldri upptökur eru í spilaranum hér til hliðar.
Ýmsar upptökur
MARS vídeó
MARS – Margmiðlunarstöðin framleiðir allskonar vídeó. Meðal annars vídeó um lífið á Sólheimum, af viðburðum og kynningarvídeó um starfsemi Sólheima.
Hér er hlekkur á Youtube rás MARS þar sem hægt að sjá vídeóin.






