Menu
Menu
parallax

Byggðin og íbúarnir

Samfélagið

Á Sólheimum hefur á rúmum 90 árum byggst upp byggðahverfi sem er einstakt, byggðahverfi þar sem:

 félags- og menningarlíf er öflugt

atvinnutækifærin eru fjölbreytt

 fjölbreytt og alþjóðlegt mannlíf ríkir

Lífræn ræktun er í öndvegi

Byggðin

Íbúar Sólheima leggja áherslu á að hafa á boðstólnum handunnar og heimagerðar vörur sínar.
Hægt er að fá sultur, brauð, grænmeti, kökur, tré, listmuni, kaffi,  og snyrtivörur svo fátt eitt sé nefnt.

Gestum er velkomið að taka þátt í starfi Sólheimakirkju, sækja tónleika, njóta fræðslu í Sesseljuhúsi eða bara ganga um og skoða samfélagið.

Byggðin

Á Sólheimum er sjálfbært samfélag með skýra og jákvæða ímynd sveitaþorps sem einkennist af gróðursæld, aðlaðandi útfærslu opinna rýma auk mannvirkja sem falla vel inn í landslagið.

Það er tryggt rými fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þannig að fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf geti áfram vaxið og þróast. Einnig eru kjörnar aðstæður til útivistar og samveru sem stuðla að heilbrigði og vellíðan íbúa.

Byggðahverfið á Sólheimum byggir á fjórum grunn þáttum.

Byggðin

Samfélagið

Á Sólheimum er samheldið og fjölbreytt samfélag, þar sem hver einstaklingur er mikilvægur og hefur hlutverki að gegna. Traust og virðing ríkir milli manna og íbúum og gestum líður vel.

Atvinnulífið

Á Sólheimum er atvinnustarfsemi byggð á lífrænni ræktun, garðyrkju og matvælaframleiðslu, handverki og iðnaði úr náttúruafurðum, auk náttúru og heilsutengdri ferðaþjónustu.

Náttúran

Á Sólheimum er náttúrnni sýnd virðing og leitast við að vernda náttúrulega ferla eins og unnt er.

Menningarlífið

Á Sólheimum er öflugt menningarlíf tengt fjölbreyttum listgreinum ásamt umhverfistengdri fræðslustarfsemi, sem styrkir tengsl samfélagsins bæði inn á við og út á við.

Kort af Sólheimum

Íbúar

Rúmlega eitt hundrað manns búa í byggðahverfinu að Sólheimum. Yngsti íbúinn er nokkurra mánaða og sá elsti á áttræðisaldri. Flestir íbúar starfa á Sólheimum en hluti íbúa vinnur annars staðar. Börn á leik- og grunnskólaaldri sækja Kerhólsskóla á Borg.
Stærstur hluti íbúðarhúsnæðis á Sólheimum er í eigu Styrktarsjóðs Sólheima en lóðir hafa verið leigðar og íbúar byggt sitt eigið húsnæði.

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!