Menu
Menu

Garðyrkjustöðin Sunna

Lífræn ræktun

Sólheimar eru vagga lífrænnar ræktunar á Íslandi en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir var merkur frumkvöðull á því sviði. Almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunar, ekki aðeins á Íslandi, heldur einnig á Norðurlöndunum, hafi verið á Sólheimum.

Sesselja var mikill náttúruunnandi og var meðal þeirra á Íslandi sem fyrst létu sig umhverfismál varða. Það er því löng og sterk hefð fyrir umhverfisvitund á Sólheimum og mikil áhersla á að öll matvæli sem framleidd eru á Sólheimum fullnægi kröfum um lífræna ræktun.

Lífræn ræktun byggir á því að varðveita frjósemi jarðvegsins og ekki er notast við kemísk efni til að auka vaxtarhraða grænmetisins. Lífrænar varnir eru notaðar til að takast á við óværur sem koma upp. Skiptirækt er stunduð til að viðhalda frjósemi jarðvegsins og minnka hættuna á sjúkdómum. Við ræktunina er notast við moltu, fiskimjöl og þörungamjöl.

Sunna hefur alla tíð ræktað lífrænt grænmeti. Afurðir Sunnu eru seldar til mötuneytis Sólheima, í versluninni Völu á Sólheimum, og Bónus verslunum. Útlitsgallað grænmeti er nýtt til niðursuðu í Næranda og þannig nýtist framleiðslan að fullu. Framleiðsla Sunnu er lífrænt vottuð af vottunarstofunni Túni.

Garðyrkjustöðin Sunna er einn stærsti framleiðandi á lífrænt ræktuðu grænmeti undir gleri á Íslandi.

Lífræn ræktun
Lífræn ræktun

Helstu framleiðsluvörur Sunnu eru:

Kirsuberjatómar

Kokteltómatar

Agúrkur

Míní gúrkur

Paprikur

Salat

Blandað salat í bökkum

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!