Menu
Menu

Garðyrkjustöðin Sunna

Lífræn ræktun

Sólheimar eru vagga lífrænnar ræktunar á Íslandi en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir var merkur frumkvöðull á því sviði. Almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunar, ekki aðeins á Íslandi, heldur einnig á Norðurlöndunum, hafi verið á Sólheimum.

Sesselja var mikill náttúruunnandi og var meðal þeirra á Íslandi sem fyrst létu sig umhverfismál varða. Það er því löng og sterk hefð fyrir umhverfisvitund á Sólheimum og mikil áhersla á að öll matvæli sem framleidd eru á Sólheimum fullnægi kröfum um lífræna ræktun.

Lífræn ræktun byggir á því að varðveita frjósemi jarðvegsins og ekki er notast við kemísk efni til að auka vaxtarhraða grænmetisins. Lífrænar varnir eru notaðar til að takast á við óværur sem koma upp. Skiptirækt er stunduð til að viðhalda frjósemi jarðvegsins og minnka hættuna á sjúkdómum. Við ræktunina er notast við moltu, fiskimjöl og þörungamjöl.

Sunna hefur alla tíð ræktað lífrænt grænmeti. Afurðir Sunnu eru seldar til mötuneytis Sólheima, í versluninni Völu á Sólheimum, og Bónus verslunum. Útlitsgallað grænmeti er nýtt til niðursuðu í Næranda og þannig nýtist framleiðslan að fullu. Framleiðsla Sunnu er lífrænt vottuð af vottunarstofunni Túni.

Garðyrkjustöðin Sunna er einn stærsti framleiðandi á lífrænt ræktuðu grænmeti undir gleri á Íslandi.

Lífræn ræktun
Lífræn ræktun

Helstu framleiðsluvörur Sunnu eru:

Kirsuberjatómar

Kokteltómatar

Agúrkur

Míní gúrkur

Paprikur

Salat

Blandað salat í bökkum

The cookie settings on this website are set to 'allow all cookies' to give you the very best experience. Please click Accept Cookies to continue to use the site.
You have successfully subscribed!