Menu
Menu

Jurtastofa Sólheima

Í jurtastofunni eru framleiddar handsápur, krem, varasalvi, baðsölt og olíur.  

Framleitt á Sólheimum

Á Sólheimum vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. Jurtastofa Sólheima er staðsett á Sólheimum og eru allar vörur handgerðar og sérhver jurt meðhöndluð af alúð og nákvæmni.

Vörurnar frá Jurtastofu Sólheima fást í vefverslun okkar. 

Hrein innihaldsefni

Uppistaðan í jurtavörunum okkar eru lífrænt ræktaðar lækningajurtir úr görðum Sólheima, sem eru tíndar meðan virkni þeirra stendur sem hæst.

Lífræn vara

Upphaf lífrænnar ræktunnar á norðurlöndum var á Sólheimum. Allt sem er enn ræktað á Sólheimum er lífrænt ræktað og Tún vottað.

Snyrtivörurnar okkar eru Lífrænt vottaðar af Tún

Vörurnar frá Sólheimum eru lífrænt vottaðar af Vottunarstofunni Túni sem gefur út reglur um lífrænar aðferðir í framleiðslu landbúnaðar- og náttúruafurða. Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt.

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!