Menu
Menu

Jurtastofa Sólheima

Í jurtastofunni eru framleiddar handsápur, krem, varasalvi, baðsölt og olíur.  

Framleitt á Sólheimum

Á Sólheimum vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. Jurtastofa Sólheima er staðsett á Sólheimum og eru allar vörur handgerðar og sérhver jurt meðhöndluð af alúð og nákvæmni.

Hrein innihaldsefni

Uppistaðan í jurtavörunum okkar eru lífrænt ræktaðar lækningajurtir úr görðum Sólheima, sem eru tíndar meðan virkni þeirra stendur sem hæst.

Lífræn vara

Upphaf lífrænnar ræktunnar á norðurlöndum var á Sólheimum. Allt sem er enn ræktað á Sólheimum er lífrænt ræktað og Tún vottað.

Snyrtivörurnar okkar eru Lífrænt vottaðar Tún

Vörurnar frá Sólheimum eru lífrænt vottaðar af Vottunarstofunni Túni sem gefur út reglur um lífrænar aðferðir í framleiðslu landbúnaðar- og náttúruafurða. Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt.

The cookie settings on this website are set to 'allow all cookies' to give you the very best experience. Please click Accept Cookies to continue to use the site.
You have successfully subscribed!