Menu
Menu

Upplifðu Sólheima

Móttaka hópa
Græna Kannan

Skipuleggðu ferð til Sólheima

Sólheimar eru vel í stakk búnir til að taka á móti stórum sem litlum hópum.
Hvort sem um er að ræða hvataferðir, starfsmannaferðir, ættarmót, ráðstefnur eða brúðkaup svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að bóka líflega leiðsögn um svæðið og heimsókn í Sögusetur Sólheima. Svo er líka bara hægt að njóta umhverfisins og menningarinnar.

Tvö gistiheimili eru á Sólheimum, kaffihús og möguleiki á að leigja veislusali.

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn

Gistiheimli á staðnum

Á Sólheimum eru 2 gistiheimili.

Brekkukot er 25 manna gistiheimili með 10 uppábúnum herbergjum. Herbergin eru mismunandi allt frá tveggja manna kojuherbergi uppí 4ja manna íbúð. Stórt fullbúið eldhús er í miðrými hússins, sólskáli og sameginleg salernis og sturtuaðstaða.

Veghús er 18 manna gistiheimil með 8 uppábúnum herbergjum.
Sex herbergjanna eru 2ja manna og tvö herbergjanna eru 3-4 manna litlar íbúðir. Í miðrýminu er sameiginleg eldhúsaðstaða, stofa og svalir með palli. 
Öll herbergin í Veghúsum eru með sér baðherbergi.

BÓKA GISTINGU
Brekkukot Gistiheimli
Brekkukot Gistiheimli
Brekkukot Gistiheimli

Ráðstefnusalir og kennslustofur

Í Sesseljuhúsi er fundarsalur fyrir 15 - 50 manns eftir því hvernig raðað er upp og bíósalur sem tekur 100 manns í sæti. 

Bíósalurinn hentar vel fyrir fundi, fyrirlestra, kennslu sem og kvikmyndasýningar. Í honum er myndvarpi og sýningartjald og hljóðkerfi.

Í fundarsalnum er hægt að raða borðum og stólum upp að vild t.d. sem skólastofu, U-borð eða í leikhúsuppstillingu. Í salnum er skjávarpi, sýningartjald, tússtafla og frístandandi flettitafla.

Í Sesseljuhúsi er eldhúskrókur til að hella uppá kaffi og te ásamt ísskáp og uppþvottavél. Engin eldunaraðstaða er í Sesseljuhúsi en hægt er að koma með tilbúinn mat eða panta veitingar frá kaffihúsi staðarins.

Arinstofan í Sesseljuhúsi hentar vel fyrir móttökur.  Gengið er beint inní Arinstofuna þegar gengið er inn í húsið. Arinstofan er opið miðrými með súlum og hentar vel fyrir léttar veitingar fyrir fund eða milli funda. Þar myndast notaleg stemning þegar kveikt er upp í arninum. Arinstofan hentar einnig vel fyrir jóganámskeið.

Bóka sal
Bíósalur Sesseljuhús
Sesseljuhus_DSC6743_web.jpg__PID:d434ff13-ab91-4da6-a257-b8697670d9ef
Sesseljuhus_DSC6721_web.jpg__PID:1031530e-17a2-4f5a-b84e-de8851990787
Sesseljuhus_DSC6766_web.jpg__PID:51990787-d399-433b-bbac-379133197c78
Jogaarinnstofa.jpg__PID:1bb14152-1afa-4c12-adcd-fab9c9b503dd

Veislusalir og viðburðir

Í Vigdísarhúsi er fallegur og bjartur veislusalur með útsýni yfir fjöllin og uppsveitir Suðurlands.
Salurinn tekur um 120 manns í sæti og um 150 manns í standandi veislur og viðburði. Fullbúið eldhús er á staðnum ásamt borðbúnaði. Einnig er boðið uppá að leigja dúka í fínni veislur. Í salnum er hljóðkerfi fyrir tal og tónlist. Sófahorn með þægilegum leðursófum. Myndvarpi og sýningartjald.

Mögulegt er að koma með eigin veitingar í veislur, elda á staðnum eða að kaupa veitingar af veisluþjónustu staðarins. Vigdísarhús hentar sérstaklega vel fyrir brúðkaupsveislur, afmæli, fermingarveislur og fyrirtækjahópa. Einnig er staðurinn upplagður fyrir fundi, ráðstefnur og kennslu.

BÓKA SAL
Vigdísarhús Veislusalur
Vigdísarhús Veislusalur
Vigdísarhús Veislusalur
Vigdísarhús Veislusalur
Vigdísarhús Veislusalur
Vigdísarhús Veislusalur
Vigdísarhús Veislusalur
015_Sögusýning_Sólheima_LeifurÞórRagnarsson_DSC_4147.jpg__PID:ffe4e810-9430-4895-925d-d9f4dd844006
018_Sögusýning_Sólheima_LeifurÞórRagnarsson_DSC_4157.jpg__PID:e4e81094-30e8-4592-9dd9-f4dd8440068d
025_Sögusýning_Sólheima_LeifurÞórRagnarsson_DSC_4182.jpg__PID:e8109430-e895-425d-99f4-dd8440068dc1
027_Sögusýning_Sólheima_LeifurÞórRagnarsson_DSC_4189.jpg__PID:109430e8-9592-4dd9-b4dd-8440068dc17a

Sögusýning Sólheima

Í Sólheimahúsi er sögusýning um ævi og starf Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima.
Sólheimahús er fyrsta húsið sem byggt var á staðnum undir starfsemi og hugsjónir Sesselju og var heimili hennar alla tíð en Sesselja lést 8. nóvember 1974.
Við opnun sýningarinnar “Í Sólheimahúsi” eignast saga Sólheima aðsetur í hjarta byggðarhverfisins í því húsi sem markar upphaf starfseminnar og öðlast það mikilvæga hlutverk að varðveita og upplýsa gesti Sólheima um þá merkilegu og einstæðu sögu sem brautryðjandinn og kvenskörungurinn Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir skóp með hugsjónum sínum, elju og starfi.

Sýningin er opin gestum. Hægt er að bóka leiðsögn um sýninguna. 

Bóka LEIÐSÖGN

Fleira sem þú gætir haft gaman af

Lífleg Sólheimaleiðsögn, Kaffihúsið Græna Kannan, Umhverfissetrið Sesseljuhús

Lífleg Sólheimaleiðsögn

Sólheimar er skemmtilegur staður fyrir ferðamenn að sækja heim. Hið listræna, skapandi, alþjóðlega og umhverfisvæna andrúmsloft sem ríkir á staðnum hefur sterkt aðdráttarafl.

BÓKA LEIÐSÖGN

Kaffihúsið Græna Kannan

Græna Kannan er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna Kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjurtagarðinum Tröllagarði. 

SKOÐA

Umhverfissetrið Sesseljuhús

Umhverfissetrið Sesseljuhús er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er leigt út til jógahópa, ráðstefnu og fundarhalds og hafa viðskiptavinir verið sérstaklega ánægðir með aðstöðuna.

SKOÐA

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá fréttir og upplýsingar um Sólheima 

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!