Menu
Menu
parallax

Stuðningur

Stuðningur

Frá stofnun Sólheima árið 1930 hafa Sólheimar reitt sig á stuðning og styrki Sólheimavina. Sólheimar hafa frá upphafi notið mikillar velvildar og stuðnings almennings og fyrirtækja. Sá stuðningur hefur reynst ómetanlegur við að byggja upp einstakt samfélag sem getur boðið íbúum sínum upp á góð lífsgæði.

Sem leið til að sýna þakklæti sitt hafa íbúar Sólheima í auknu mæli opnað samfélag sitt þannig að gestir geti af eigin raun séð og upplifað hið einstaka samfélag á Sólheimum.

Það eru margar leiðir til að leggja Sólheimum gott til og við metum mikils það sem til starfseminnar er lagt – það eru allir velkomnir á Sólheima.

Stuðningur

Styrktarsjóður Sólheima

Styrktarsjóður Sólheima hefur það hlutverk að styðja við starfsemi Sólheima og er farvegur gjafa og styrkja til Sólheima.
Þeir sem vilja styrkja Sólheima er bent á reikning: 152 – 05 – 264033. Styrktarsjóður Sólheima kt. 620586 – 1299.

Frekari upplýsingar um Styrktarsjóð Sólheima veita:

Kristinn Ólafsson
Framkvæmdastjóri Sólheima
kristinn(hjá)solheimar.is
Sími 422-6000

Aðföng og afslættir

Stuðningur við starfsemi Sólheima getur komið fram með ólíkum hætti.

Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hefur í gegnum tíðina lagt Sólheimum gott til með „Sólheimaafslætti“ og þannig stuðlað að því að hægt er að gera meira fyrir minna. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hefur einnig fært Sólheimum ýmsar gjafir í ólíku formi og þannig stuðlað að auknum lífsgæðum íbúa Sólheima.

Ef þú ert í aðstöðu til að leggja íbúum Sólheima gott til, þá þætti okkur vænt um að heyra frá þér.

Nánari upplýsingar veitir:

Kristinn Ólafsson
Framkvæmdastjóri Sólheima
kristinn(hjá)solheimar.is
Sími 422-6000

Aðföng og afslættir
Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!