Menu
Menu
parallax

Umsókn um búsetu

Fólk með fötlun

Einstaklingur með fötlun getur lagt inn umsókn til búsetu á Sólheimum óháð því hvar hann á lögheimili.
 Með umsóknir er farið samkvæmt 5. og 11. grein laga um málefni fatlaðs fólks svo og 4. greinar reglugerðar nr. 1054/2010.

Varðandi frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við:

Kristinn Ólafsson
Framkvæmdastjóri Sólheima
kristinn(hjá)solheimar.is
Sími 422-6000

Aðalbjörgu Jensdóttur
adalbjorg(hjá)solheimar.is
Sími 422-6016

Sækja um búsetu á Sólheimum

Sólheimar þroskast, þróast og breytast eins og samfélagið. Markmið Sólheima er að hámarka lífsgæði skjólstæðinga sinna. Það er gert með margvíslegum hætti,
t. d. með skapandi starfi, öflugu félagslífi, hæfu starfsfólki, þjálfun og örvun, samfélagsþátttöku, öryggi og góðri aðstöðu.
Öll þjónusta á Sólheimum er einstaklingsmiðuð og reglulega endurmetin

Umsækjendur um húsnæði á Sólheimum og sérstaka stuðning á heimili senda umsókn til Velferðarþjónustu Árnesþings og senda afrit af umsókn á solheimar(hjá)solheimar.is.
Einnig skal senda umsókn til félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem umsækjandi á lögheimili.

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!