Menu
Menu

Samstarfsaðilar

Sólheimar eiga í öflugu og góðu samstarfi við fjölda aðila bæði innanlands sem utan.

Erlendis

Global Eco village Network (GEN), Sólheimar eru aðilar að GEN og eru virkir í aðlþjóðlegu starfi þeirra. www.ecovillage.org 

Center for Ecological Living & learning (CELL), Sesseljuhús hefur í samstarfi við CELL byggt upp nám fyrir bandaríska háskólanema sem er eitt missieri í senn og fer námið fram á Sólheimum. Einnig er hafið þriggja vikna vor námskeið fyrir bandaríska nema. www.cellonline.org

Camphill, Sólheimar og Camphill samtökin eiga í traustu samstarfi þar sem skiptst er á þekkingu og heimsóknum. www.camphill.org.uk 

Sólakra í Jarna Svíþjóð, Sólheimar og Sólakra eiga í traustu samstarfi þar sem skiptst e á þekkingu og heimsóknum. www.solakrabyn.se 

ASVL Noregi, Sólheimar og ASVL hafa byggt upp traust samstarf á nýliðnum árum. www.asvl.no

Marli Þýskalandi og Sólheimar eiga í traustu samstarfi þar sem skiptst er á þekkingu og heimsóknum. www.marli.de

Innanlands

Landsvirkjun er bakhjarl Sesseljuhúss. www.lv.is 

Umhverfisráðuneytið er bakhjarl Sesseljuhúss. www.umhverfisraduneyti.is

Vinnumálastofnun, og Sólheimar hafa unnið í sameiningu að endurhæfingu atvinnulausra einstaklinga í á annan áratug. www.vmst.is

Grunnskólinn Kerhólsskóli, nemendur Ljósaborgarskóla koma í fræðslu og verkefnavinnu á Sólheima í eitt misseri. www.kerholsskoli.is

SEEDS sjálfboðaliðasamstök, eru í samstarfi við Sólheima um dvöl erlendra sjálfboðaliða á Sólheimum. www.seeds.is

AUS sjálfboðaliðasamtök, eru í samstarfi við Sólheima um dvöl erlendara sjálfboðaliða á Sólheimum. www.aus.is

Bergmál líknar- og vinafélag og Sólheimar hafa um árabil átt í árangursríku og traustu samstarfi. Bergmál hefur reist sitt eigið heilsuheimili á Sólheimum. www.bergmal.is

Veraldarvinir og Sólheimar eiga í samstarfi um dvöl erlendra sjálfboðaliða á Sólheimum. www.wf.is

Félagsmálaráðuneytið og Sólheimar eiga með sér samstörf um þjónustu við fatlaða. www.felagsmalaraduneyti.is

Fræðslunet Suðurlands og Sólheimar vinna í sameiningu að fræðslu og endurmenntun starfsfólks Sólheima. Auk þess hefur Kertagerð Sólheima og Fræðslunetið boðið upp á námskeið í kertagerð á Sólheimum. www.fraedslunet.is

Suðurlandsskógar og Sólheimar eiga í samstarfi um skógræktarverkefni í landi Sólheima, skógræktarland á Sólheimum er 199 hektarar. www.skogur.is

Sólheimar og Árni Friðriksson ASK arkitektum eiga í traustu og góðu samstarfi, en Árni Friðriksson arkitekt hefur teiknað flest öll hús á Sólheimum frá árinu 1985. www.ask.is

Fjölmennt á Selfossi og Sólheimar eiga í farsælu samstarfi um fullorðinsfræðslu fyrir íbúa Sólheima.

The cookie settings on this website are set to 'allow all cookies' to give you the very best experience. Please click Accept Cookies to continue to use the site.
You have successfully subscribed!