Umsjónarmaður skógræktarinnar Ölurs óskast
Sólheimar ses. óska eftir að ráða umsjónarmann yfir skógræktinni Ölri
á Sólheimum í Grímsnesi frá og með 1. mars nk.
eða eftir nánara samkomulagi.
á Sólheimum í Grímsnesi frá og með 1. mars nk.
eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða spennandi framtíðarstarf sem felst í umsjón með skógrækt í landi Sólheima ásamt umsjón með
aldingarði, ræktun græðlinga og ýmissa nytjajurta í gróðurhúsum Ölurs. Skógræktin Ölur er með lífræna vottun TÚN.
Sólheimar eru með samning við Skógræktina auk nokkurra samninga við fyrirtæki og stofnanir um kolefnisjöfnun. Í
gróðurhúsum Ölurs er hafin ræktun epla- og aldintrjáa, jarðarberja o.fl. Þetta er starf fyrir kraftmikinn einstakling
sem hefur brennandi áhuga á skógrækt og lífrænni framleiðslu með sjálfbærni að leiðarljósi.
Sólheimar eru með samning við Skógræktina auk nokkurra samninga við fyrirtæki og stofnanir um kolefnisjöfnun. Í
gróðurhúsum Ölurs er hafin ræktun epla- og aldintrjáa, jarðarberja o.fl. Þetta er starf fyrir kraftmikinn einstakling
sem hefur brennandi áhuga á skógrækt og lífrænni framleiðslu með sjálfbærni að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð;
o Umsjónarmaður ber ábyrgð á daglegum rekstri skógræktarinnar.
o Ber ábyrgð á að framfylgja skógræktarsamningum
o Hefur umsjón með skipulagi og framkvæmd skógræktar
o Hefur umsjón með verklagi starfsmanna, framþróun þeirra og fræðslu
o Hefur eftirlit með ástandi gróðurhúsa og tækja sem tilheyra Ölri
o Annast öryggismál og viðbrögð við meindýrum og sjúkdómum sem kunna að herja á plötur
o Hefur umsjón með umhverfisþáttum, öryggismálum, lýsingu, hitastigi, vökvun og áburðargjöf
o Tekur þátt í öflun nýrra verkefna
o Kemur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir skógræktina og eftirfylgni hennar
Menntunar- og hæfniskröfur;
o Skógræktarmenntun eða yfirgripsmikil þekking og reynsla af skógrækt áskilin
o Þekking og reynsla á lífrænni ræktun er æskileg
o Marktæk þekking og reynsla í jarðvegsræktun, áburðagjöf, leyfilegum áburðarefnum í lífrænni ræktun og
viðbrögðum við meindýrum og sjúkdómum sem kunna að herja á trjáplöntur
o Góð samskiptafærni og hæfni til að stjórna og leiðbeina öðrum í starfi
o Framsýni og hugmyndaauðgi ásamt krafti til að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd
o Metnaður til að ná árangri í starfi
o Jákvæðni og áhugi á að starfa í anda gilda Sólheima
Hagstætt leiguhúsnæði er í boði og æskilegt að viðkomandi hafi fasta búsetu á staðnum eða búi í grennd við
Sólheima. Sólheimar er sjálfbært samfélag þar sem um 110 einstaklinga búa og starfa saman. þar er m.a. rekin,
verslun, kaffihús, íþróttahús og sundlaug.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín B. Albertsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 855-6001 eða á netfangið
kba@solheimar.is Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. og skulu umsóknir berast rafrænt til
mannauðsstjóra á netfangið; umsoknir@solheimar.is. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi ferilskrá ásamt kynningarbréfi.
Sólheima. Sólheimar er sjálfbært samfélag þar sem um 110 einstaklinga búa og starfa saman. þar er m.a. rekin,
verslun, kaffihús, íþróttahús og sundlaug.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín B. Albertsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 855-6001 eða á netfangið
kba@solheimar.is Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. og skulu umsóknir berast rafrænt til
mannauðsstjóra á netfangið; umsoknir@solheimar.is. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi ferilskrá ásamt kynningarbréfi.