Menu
Menu
parallax

Fyrirtækin

Græna Kannan Kaffihús

Græna Kannan er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur. Græna Kannan er staðsett í hjarta Sólheima og notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjurtagarðinum Tröllagarði.

Í Grænu Könnunni má einnig finna Listmunaverslunina Völu, fallega listmuni, kerti, tún vottaðar jurtavörur sem eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum og jurtum úr jurtagarði Sólheima okkar, auk fullt af spennandi vörum sem íbúar Sólheima búa til. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og má sjá yfirlit yfir komandi atburði í dálknum „Á döfinni“ í Upplýsingatorginu.

Verið velkomin í kaffi á Grænu Könnuna!

Opnunartími:

Opið alla daga 12:30 - 16:30

Alla daga frá klukkan 10:00 til 18:00

Nánari upplýsingar í síma 422-6072  eða solheimar(hjá)solheimar.is

Gistiheimili Sólheima

Gisti- og heilsuheimili Sólheima er opið árið um kring. Í boði er gisting í tveimur húsum Brekkukoti og Veghúsum, samtals 46 rúm.

Í Brekkukoti eru 8 tveggja manna herbergi, 2 þriggja mann herbergi og ein fjögurra manna íbúð með baðherbergi og eldhúskrók. Rúmgóð eldunaraðstaða er í húsinu, vistleg sjónvarpsstofa og falleg sólstofa.

Í Veghúsum eru 6 tveggja manna herbergi með sér snyrtingu og 2 íbúðir. Góð eldunaraðstaða er í húsinu auk fallegrar og rúmgóðar stofu með stórum sólpalli og fögru útsýni. Gestir geta sjálfir séð um matseld að hluta eða að öllu leyti, en í boði er morgunverður, hádegisverður, kaffi og kvöldverður fyrir hópa ef óskað er. Hægt er að fá barnarúm eftir pöntun.

Opnunartími:

Opið allt árið

Nánari upplýsingar í síma 775-0123 eða gisting(hjá)solheimar.is

Hægt er að bóka gistingu með því að smella hér.

Vigdísarhús

Starfsemi Vígdísarhúsar er margþætt en með megináherslu á framleiðslu á matvælum. Vigdísarhús sinnir rekstri á bakaríi, matvinnslu og mötuneytis á Sólheimum.

Nærandi er vörumerki afurða frá bakaríi og matvinnslu Sólheima en þar eru framleiddar afurðir úr lífrænt ræktuðu hráefni.

Í Næranda matvinnslu eru framleiddar krukkuvörur eins og marmelaði, chutney, salsasósa o.fl. ásamt súpum og kryddolíum úr lífrænt ræktuðu hráefni.

Auk núverandi vörulínu er stöðugri þróunarvinnu haldið áfram og nýjum vörum bætt við. Markmiðið er að bjóða vörurnar í sölu í fleiri verslunum á höfuðborgarsvæðinu ásamt í versluninni Völu og vera þar með leiðandi í framleiðslu á lífrænum matvælum í landinu.

Brekkukot
Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!