Menu
Menu
parallax

Nytjamarkaður - Bókabúð Gulla - Pósthús

Nytjamarkaður síðan 2018

Í anda sjálfbærni er markmið Nytjamarkaðarins að gefa hlutum framhaldslíf hjá nýjum eigendum á mjög sanngjörnu verði. Upphafið má rekja til þess að mikið af hlutum, húsgögnum og húsbúnaði safnaðist upp á Sólheimum. Ágóðinn af sölunni fer til uppbyggingar á sundlauginni á Sólheimum. 
Verslunarstjóri Nytjamarkaðarins er Gunnlaugur Ingimarsson og Ólafur Hauksson starfar við uppröðun og skipulag hlutanna á nytjamarkaðnum. 

Opnunartími Nytjamarkaðarins: 
Virkir dagar 09:00 til 16:00
Helgar 11:00 til 15:30
Lokað í hádeginu.
Utan opnunartíma er hægt að ná í Gulla í 894-8655

Ljósmyndir Leifur Þór Ragnarsson

Bókabúð Gulla

Í Bókabúð Gulla er hægt að kaupa bæði nýjar og notaðar bækur, geisladiska og DVD myndir. Sérsvið bókabúðarinnar eru notaðar bækur og markmiðið að gefa þeim frahaldslíf hjá nýjum lesendum.
Bókabúð Gulla er með facebook síðu sem má sjá hér

Opnunartími Bókabúðarinnar:
Virkir dagar 09:00 til 16:00
Helgar 11:00 til 15:30
Lokað í hádeginu.
Utan opnunartíma er hægt að ná í Gulla í 894-8655

COLOR_POPH600.jpg__PID:e3c1cee1-01b1-40d4-9da8-5106ca0c9018

Breytingar hjá reynslubolta
Gunnlaugur Ingi Ingimarsson, eða Gulli, eins og flestir kalla hann fluttist á Sólheima árið 2018. Hann sýndi strax mikinn áhuga á sinna ábyrgðahlutverki í samfélaginu. Honum var boðið að taka við nytjamarkaðinum sem hafði farið af stað í húsnæði þar sem Verslunin Vala var áður. Þar opnaði hann einnig bókabúð sem hét Bókabúð Gulla. Svo tók hann við sem Pósthússtjóri og rak pósthúsið í 6 ár. Nú í janúar 2024 voru tímamót hjá Gulla þegar hann ákvað að hætta með póstinn vegna heilsu sinnar og álags. Reksturinn á búðinni er líka bindandi að hans sögn.

Á þessum tímamótum birtist því hér viðtal við Gulla þar sem hann fer yfir sinn æviferil og störf en hann er mikill reynslubolti eins og sjá má. Gulli fæddist í gamla sjúkraskýlinu á Þingeyri, fyrir vestan þann 19. október 1965. Móðir hans var 17 ára gömul þegar hann fæddist en hann var fyrsta barnabarn ömmu sinnar og afa þar og bjó fyrstu árin hjá þeim. Á leikskólaaldri fór hann í Lyngás í Reykjavík og svo í Höfðaskóla sem var í Ármannsheimilinu.

Gulli fæddist í gamla sjúkraskýlinu á Þingeyri, fyrir vestan þann 19. október 1965. Móðir hans var 17 ára gömul þegar hann fæddist en hann var fyrsta barnabarn ömmu sinnar og afa þar og bjó fyrstu árin hjá þeim. Á leikskólaaldri fór hann í Lyngás í Reykjavík og svo í Höfðaskóla sem var í Ármannsheimilinu. Haustið 1975 flutti skólinn í nýtt húsnæði og var nafni hans þá breytt í Öskjuhlíðarskóla (sem nú heitir Klettaskóli. Hann fór alltaf vestur til ömmu sinnar og afa á sumrinu, jól og áramót. Þegar hann varð eldri starfaði hann í unglingavinnunni á Þingeyri og eignaðist vinkonu í gegnum frænku sína. Hún heitir Gunnhildur Þorbjörg Sigþórsdóttir og hefur reynst honum mjög vel. Það var gaman að vera fyrir vestan. Þar hjólaði hann mikið og kynntist tónlistarstarfi ásamt allskyns öðrum störfum. Hann vann meðal annars hjá ömmu sinni og afa í búskap og hjálpaði til í harðfiski og byggði hjall með vini sínum sem var giftur frænku hans.

Gulli bjó í Vesturbergi á unglingsárunum og í kringum 1978 fékk hann vinnu í félagsmiðstöðinni í Fellaskóla sem aðstoðarmaður nemenda. Þar komu fram hljómsveitir á föstudögum og kynntist hann góðu fólki. Hann aðstoðaði við að undirbúa árshátíð og var í allskonar verkefnum. Síðan bauð skólastjórinn honum á árshátíðina fyrir alla hjálpina og þar fékk hann að spila á trommur með Björk Guðmundsdóttir.

Faðir Gulla hefur alla tíð starfað sem tónlistarmaður og fékk hann því mikinn áhuga á tónlist og spilaði á trommur með nokkrum hljómsveitum þegar hann var ungur. Bara eitt til tvö lög, eins og hann segir sjálfur. Það voru meðal annars, Björk Guðmundsdóttur eins og fyrr sagði, hljómsveitinni AlfaBeta og Tíbrá frá Akranesi. Síðan stofnaði hann eigin hljómsveit með skólanum.

Hann útskrifaðist úr Öskjuhlíðarskóla 1981 og þá lá leið í starfsdeildina í Vörðuskóla, þar sem nú er Tækniskólinn í Reykjavík og starfaði svo síðar Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Síðar starfaði hann í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti sem aðstoðarhúsvörður.

Þar hafði hann það hlutverk að hjálpa til með stóla fyrir ráðstefnur og ýmislegt svoleiðis. Þegar Lögregludagurinn var haldinn þar þá var hann dyravörður við dyrnar. Hann kynntist þar líka góðu fólki í félagstarfinu í kjallaranum.

Gulli bjó í Víðihlíð hjá Fossvogskirkjugarði um stund og segir þannig frá þeim tíma: „Ég starfaði sem stuðningsfulltrúi fyrir fatlaða, að hjálpa fólki sem átti bágt og erfitt. Ég var að aðstoða fólk sem var í hjólastólum, fara með það í göngutúr þegar veður leyfði.“ Þá vann hann búðinni hjá Sláturfélagi Suðurlands á Laugavegi í Reykjavík og þegar það hætti tók Nóatún við rekstrinum og hann hélt vinnu þar. Þegar þarna er komið við sögu bjó hann á Háteigsvegi og flutti svo upp í Neðra-Breiðholt í íbúð hjá Styrktarfélaginu.

 Árið 1997 (32 ára) flutti hann á Ísafjörð ásamt konu sem hann hafði kynnst. Þar bjuggu þau saman. Gulli starfaði í Samkaup á Ísafirði sem aðstoðarmaður Verslunarstjóra. Á sumrin starfaði hann hjá Ísafjarðarbæ við flutninga á sendingum á vespunni sinni og sópaði göturnar. Þá keyrði hann einnig fyrir Rauða krossinn og var þá með vagn aftan á hjólinu sínu.

Í kringum árið 2001 slitnaðu upp úr sambúðinni og þá keypti Gulli íbúð í Krummahólum í Breiðholti. Að hans sögn var hann strax fenginn til að vera aðstoðarhúsvörður þar. Hann sá um ruslatunnurnar, leysti húsvörðinn af og ryksugaði gangana og þreif þvottahúsið. Á þeim tíma fór ég einnig að vinna sem yfirkerrustjóri hjá Nettó í Mjódd og aðstoðarmaður verslunarstjóra. Ég var líka í Bónus í Kringlunni og Bónus í Hólagarði.

Þarna í Reykjavík var Gulli farinn að einangrast svolítið og tók því ákvörðun um að flytjast til föður síns á Selfossi í smátíma. Það var árið 2014. Þar fékk hann fyrst vinnu hjá Viss en líkaði það ekki og fannst hann ekki eiga heima þar og fór þá að vinna hjá flöskumóttökunni hjá Samskip.

Árið 2018 flutti hann á Sólheima og sagðist vilja taka ábyrgð í samfélaginu. Hann þáði tilboð um að verða pósthússtjóri og var svo í framhaldinu boðið að taka við nytjamarkaðinum. Þá opnaði hann bókabúð sem hét Bókabúð Gulla. Gulli rak pósthúsið í sex ár og hætti með póstinn 2024.

Ólafur Hauksson sem hafði aðstoðað Gulla á Nytjamarkaðinum tók við póstinum og sinnir honum nú með aðstoð stuðningsfulltrúa.

 Íbúar og starfsmenn Sólheima hafa sýnt og sagt frá því að Gulli hafi sinnt pósthússtjórahlutverkinu mjög vel og sýna honum bestu þakkir fyrir þau störf.

Pósthús

Pósthús er rekið á Sólheimum í samstarfi við Íslandspóst. Pósthússtjóri er Ólafur Hauksson og sér hann um útburð á almennum pósti á Sólheimum. 

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!