
Leiguhúsnæði á Sólheimum
Markmið
Markmið þessara reglna er að tryggja sanngjarna og gagnsæja úthlutun leiguhúsnæðis til starfsmanna Sólheima á grundvelli starfssambands, starfshlutfalls og eðli starfs.
Réttur til umsóknar
Starfsmenn Sólheima sem gegna störfum fyrir stofnunina geta sótt um leiguhúsnæði á Sólheimum, enda tengist það starfi þeirra og starfsskyldum þar.
Forgangsröðun við úthlutun
Við úthlutun leiguhúsnæðis skal farið eftir eftirfarandi forgangsröð:
1. Forstöðumenn og stjórnendur sem starfa í dagvinnu hjá Sólheimum og Sólheimasetri.
2. Starfsmenn í dagvinnu í fullu starfi (100%) hjá Sólheimum og Sólheimasetri.
3. Starfsmenn í dagvinnu í 60% starfshlutfalli eða meira hjá Sólheimum og Sólheimasetri.
4. Starfsmenn í fullri vaktavinnu hjá Sólheimum.
Viðmið ef umsækjendur eru jafnsettir
Ef tveir eða fleiri umsækjendur eru jafnsettir samkvæmt framangreindri forgangsröð gildir eftirfarandi:
1. Starfsaldur á Sólheimum skal ráða forgangi.
2. Sé starfsaldur jafn skal innsendingardagsetning umsóknar ráða úthlutun.
Tímabundin úthlutun og breytingar á aðstæðum
1. Úthlutun leiguhúsnæðis er alltaf bundin við starfssamband við Sólheima og gildir á meðan viðkomandi sinnir því starfi og starfshlutfalli sem veitti rétt til húsnæðisins.
2. Ef starfsmaður hverfur tímabundið frá starfi lengur en í þrjá mánuði, eða breytir starfshlutfalli þannig að það skerðir forgangsröðun hans samkvæmt þessum reglum, getur Sólheimar endurskoðað rétt hans til leiguhúsnæðis og úthlutað því til annarra umsækjenda sem uppfylla forgangsskilyrði.
3. Húsnæði skal ekki úthlutað til lengri tíma en samningi við Sólheima stendur nema sérstakar aðstæður kalli á annað og stjórnendur samþykki undantekningu.
4. Starfsmanni ber að tilkynna stjórn Sólheima tafarlaust ef breyting verður á starfshlutfalli, starfsumfangi eða á annan hátt sem getur haft áhrif á rétt hans til leiguhúsnæðis.
5. Við lok ráðningar eða starfsloka skal húsnæðinu skilað aftur til Sólheima nema annað sé sérstaklega ákveðið.