Menu
Menu
parallax

Skipulag Sólheima

Fulltrúaráð

Sesselja veitti Sólheimum forstöðu þar til hún lést árið 1974. Náið samstarf var með Sesselju og sr. Guðmundi Einarssyni á Mosfelli. Guðmundur var lengi formaður barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar. Hann stóð fyrir kaupunum á jörðinni Hverakoti og gekk frá skipulagsskrá Sólheima með Sesselju, sem staðfest var 1934. Eftir lát Sesselju skipaði barnaheimilisnefnd þjóðkirkjunnar fulltrúa í fimm manna stjórn. 

Árið 1987 var gerð breyting á skipulagsskrá Sólheima og sett á stofn fulltrúaráð skipað 21 fulltrúa. Ráðið kýs fimm manna framkvæmdastjórn úr hópi fulltrúaráðsmanna á aðalfundi. Skipulagsskrá Sólheima var breytt árið 2004 og fulltrúaráðsmönnum fækkað úr 21 í 17. Einnig var því breytt að kjörtímabil fulltrúaráðsmanns er fjögur ár í senn, heimilt er að endurkjósa fulltrúaráðsmann.

Fjórir einstaklingar hafa gegnt formennsku frá árinu 1975. Fyrsti formaður var sr. Ingólfur Ástmarsson, 1975 – 1978, sr. Valgeir Ástráðsson 1979 – 1984 og Pétur Sveinbjarnarson frá 1984 – 2017 en sem varaformaður frá 1979. Núverandi formaður er Sigurjón Örn Þórsson frá 2017.

Fulltrúaráð Sólheima ses skipa:

Arna Einarsdóttir 

Björg Fenger 

Edda Björgvinsdóttir 

Guðjón Óskar Guðmundsson

Hákon Hákonarson

Hildur Ómarsdóttir 

Jóhann G. Jóhannsson 

Magnús Ólafsson 

Margrét Leifsdóttir 

Margrét Tómasdóttir 

Ólafur G. Gústafsson 

Ómar Einarsson 

Sigríður Jóna Friðriksdóttir 

Sigurjón Örn Þórsson 

Sigþrúður Ármann 

Sr. Valgeir Ástráðsson 

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn Sólheima skipa 5 einstaklingar úr fulltrúaráði. Kosið er í framkvæmdastjórn árlega á aðalfundi fulltrúaráðs Sólheima. 

Framkvæmdastjórn Sólheima ses skipa:

Sigurjón Örn Þórsson
Stjórnarformaður

Arna Einarsdóttir

Hildur Ómarsdóttir 

Magnús Ólafsson 

Ómar Einarsson 

Jóhann G. Jóhannsson
Varamaður 

Framkvæmdastjóri Sólheima er Kristinn Ólafsson.

Skipurit

Styrktarsjóður Sólheima 

Í samræmi við hlutverk og tilgang Styrktarsjóðs Sólheima eru í umsjón hans fjórir sjóðir: 

Orlofs- og starfsmenntasjóður

Orlofssjóður var stofnaður á 60 ára afmæli Sólheima árið 1990. Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til orlofsdvalar. Starfsmenntasjóður var stofnaður árið 2002, er 100 ár voru liðin frá fæðingu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur. Þessir tveir sjóðir hafa nú verið sameinaðir í einn sjóð. Sjóðurinn styrkir orlofsdvalir íbúa auk þess að stuðla að fræðslu og endurmenntun íbúa.

Menningasjóður

Í menningarsjóð er lagt árlegt framlag fyrirtækja Sólheima, Sólheima ses og Styrktarsjóðsins. Sjóðurinn hefur fyrst og fremst annast kaup á listaverkum og styrkt menningarviðburði.

Atvinnuþróunarsjóður

Sjóðurinn var stofnaður árið 2004. Í sjóðinn rennur hluti sölutekna af vörum verkstæða Sólheima auk þess sem hagnaður af rekstri fyrirtækja Sólheima rennur til sjóðsins. Sjóðurinn styður við og styrkir uppbyggingu atvinnustarfsemi og endurbætur í allri atvinnustarfsemi á Sólheimum. Meðal verkefna sjóðsins hafa verið kaup ýmissa tækja á vinnustofur, endurbætur á kaffi- og samveruhúsinu Grænu Könnunni, uppbygging á bakaríi og matvinnslu. Atvinnuþróunnarsjóður kemur að stuðningi við stækkun garðyrkjustöðvarinnar Sunnu. 

Péturssjóður

Sjóðurinn var stofnaður með gjafafé þann 23. ágúst árið 2005. Það ár stóð sjóðurinn fyrir kaupum á kirkjuklukkum fyrir Sólheimakirkju. Sjóðurinn kom einnig að fjármögnun altaristöflu Sólheimakirkju. Að auki hefur Styrktarsjóðurinn styrkt fjölda framkvæmda og verkefna, má þar nefna styrk við byggingu Vigdísarhúss, styrk vegna Hraunprýði, hús sem flutt var frá Nesjavöllum að Sólheimum. Styrkt uppbyggingu á nýju gróðurhúsi skógræktarstöðvarinnar Ölurs og styrki til tækjakaupa fyrir garðyrkjustöðina Sunnu.

Skipulagsskrár

Undir merkjum Sólheima starfa þrjár sjálfseignarstofnanir.

Sólheimar ses. Skipulagsskrá

Sólheimasetur ses.  Skipulagsskrá

Styrktarsjóður Sólheima ses. Skipulagsskrá

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!