Lionsklúbburinn Skjaldbreiður styrkir Leikfélag Sólheima.
Skjaldbreiður styrkir Leikfélag Sólheima. Um helgina barst formanni Leikfélags Sólheima Hallbirni Rúnarssyni boð á fund Lionsklúbbsins Skjaldbreiðar á Grænu könnunni á Sólheium sem fram fór mánudagskvöldið 17. maí.
Formaður leikfélags Sólheima ásamt fríðu föruneyti fóru á fundinn og var þar boðið upp á þriggja rétta máltíð þar sem leikfélag Sólheima tóku tvö atriði úr leiksýningunni Árar,álfar og tröll.
Þar tilkynni Lionsklúbburinn veglegan styrk til leikfélagsins en leikfélagið fagnar 90 ára afmæli sínu í ár og mun setja upp hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 24.mai
Einnig styrkti Lionsklúbburinn Björgunarsveitina Tintron og Leikfélagið Borg sem áttu líka fulltrúa á fundinum.
Við þökkum kærlega fyrir ykkar rausnarlega framlag í þágu Leikfélags Sólheima.