Menu
Menu

Leikfélag Sólheima sýnir afmælissýninguna Árar, álfar og tröll í Þjóðleikhúsinu.

  

Fréttatilkynning – þriðjudaginn 11. maí, 2021
Þjóðleikhúsið, leikhús allra landsmanna, mun sýna afmælissýningu Leikfélags Sólheima, Árar, álfar og tröll á Stóra sviðinu. Sýningin fer fram mánudaginn 24. maí nk. kl 18.00 og fer miðasala fram á leikhusid.is og tix.is.

 

Leikritið Árar, álfar og tröll var frumsýnt í Sólheimaleikhúsinu á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl sl. Sýningin sló rækilega í gegn og uppselt varð á allar sýningarnar fimm. Verkið er skrifað af Hannesi Blandon og Guðmundi Lúðvík Þorvaldssyni en Lárus Sigurðsson gerði tónlistina. Verkið er skrifað sérstaklega í tilefni 90 ára afmælis Sólheima og er byggt á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima. Sagan er sett í ævintýralegan búning. Guðmundur Lúðvík leikstýrir verkinu en hann er leikfélaginu að góðu kunnur þar sem þetta er í fimmta sinn sem hann leikstýrir á Sólheimum. Fjöldi íbúa Sólheima kemur að verkinu, bæði í leikhlutverkum og bakvið tjöldin.

 

Hátíðarsýning í tilefni af 90 ára afmæli Sólheima og leikfélags Sólheima

Verkið er ævintýri sem fjallar um baráttukonuna Sesselju sem á sér þann draum að opna barnaheimili þar sem allir geta lifað í sátt og samlyndi. Til þess að láta draum sinn rætast þarf hún að takast á við konungsríki og alls kyns verur, svo sem álfa og tröll. Leikfélag Sólheima var stofnað árið 1931 og á því 90 ára afmæli í ár. Löng hefð er fyrir því að frumsýna á sumardaginn fyrsta og var engin undantekning á því í ár. Leikhópurinn er sérstaklega spenntur fyrir hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu þann 24. maí næstkomandi á 90 ára afmæli sínu. 

Þjóðleikhúsið fagnar komu hins kraftmikla leikfélags Sólheima, sem hefur unnið mikilvægt starf í gegnum tíðina, og árnar félaginu heilla á stórafmælinu.

Nánar um sýninguna:
https://leikhusid.is/syningar/arar-alfar-og-troll/

 

 

Nánari upplýsingar veita:


Helga Þórunn Pálsdóttir
helga.palsdottir@solheimar.is
S: 855 6010

 

Sváfnir Sigurðarson

svafnir@leikhusid.is
S: 664 0444

The cookie settings on this website are set to 'allow all cookies' to give you the very best experience. Please click Accept Cookies to continue to use the site.
You have successfully subscribed!