Menu
Menu

Undirritun þjónustusamnings

Sólheimar í Grímsnesi og Byggðarsamlag Bergrisans hafa undirritað nýjan samning um þjónustu við íbúa Sólheima til næstu fimm ára. Samningurinn er gerður á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.  

Sólheimar hafa annast þjónustu við fatlað fólk frá árinu 1930 og unnið er eftir þeirri hugmyndafræði að auka eins og kostur er lífsgæði hvers og eins og að fólk komi að ákvörðunum um eigin mál. Lögð er áhersla á samfélag án aðgreiningar þar sem ófatlaðir laga sig að þörfum fatlaðs fólks.

Bergrisinn er byggðarsamlag um málefni fatlaðs fólks og sér um skipulag og framkvæmd þjónustu við viðkomandi hóp á þjónustusvæði aðildarsveitarfélaganna. Sveitarfélögin Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur standa að byggðarsamlagi Bergrisans.

Samstarf Bergrisans og Sólheima um þjónustu við fatlaða einstaklinga sem eru búsettir á Sólheimum hefur staðið allt frá því að sveitarfélögum var falin umsjá með málefnum fatlaðs fólks. Samstarfið hefur gengið vel og ánægja ríkir meðal samningsaðila með nýjan þjónustusamning.

Sólheimar, 15. apríl 2024


(F.v.) Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sólheima, Sigurjón Örn Þórsson, formaður stjórnar Sólheima, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Íris Ellertsdóttir, verkefnastjóri.

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!