Menu
Menu

Lífræna uppskeran frá Sólheimum komin í verslanir

''Meðfylgjandi frétt var birt á mbl.is  25.6.2021''

Lífræna uppskeran frá Sólheimum komin í verslanir
Líf­ræna græn­metið frá Sól­heim­um er komið í vald­ar versl­an­ir Bón­us en ávallt rík­ir mik­il eft­ir­vænt­ing eft­ir upp­sker­unni frá garðyrkju­stöðinni Sunnu.

 
Sól­heim­ar er sjálf­bært sam­fé­lag sem stofnað var árið 1930 af Sesselju Sig­munds­dótt­ur. Þar fer fram fjöl­breytt starf­semi svo sem rekst­ur skó­rækt­ar- og garðyrkju­stöðva. Garðyrkju­stöðin Sunna er einn stærsti fram­leiðandi á líf­rænt ræktuðu græn­meti á Íslandi en helstu fram­leiðslu­vör­ur eru kirsu­berjatóm­at­ar, ag­úrk­ur, paprik­ur og eggald­in. Upp­sker­an í ár var mjög góð og er nú fá­an­leg í vel völd­um versl­un­um Bón­us.
 
 
„Mik­il eft­ir­spurn er alltaf eft­ir græn­met­inu frá garðyrkju­stöðinni Sunnu, enda um hágæða ís­lenskt líf­rækt ræktað græn­meti að ræða. Græn­metið verður fá­an­legt í versl­un­um Bón­us í Hvera­gerði, Sel­fossi, Skeif­unni og Smára­torgi, á meðan birgðir end­ast,“ seg­ir Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us
 
„Garðyrkju­stöðin Sunna er rek­in af Sól­heima­setri og þar starfa bæði fatlaðir, ófatlaðir íbú­ar og það er alltaf mik­il eft­ir­vænt­ing á upp­skeru­tím­um. Viðtök­ur Íslend­inga við líf­rænt ræktuðu græn­meti okk­ar hafa verið frá­bær­ar enda sí­fellt meiri áhersla á vör­ur frá nærum­hverfi,” seg­ir Piotr Krzysztof, for­stöðumaður Sunnu Garðyrkju­stöðva.


Á Sólheimum er samheldið og fjölbreytt samfélag þar sem um hundrað manns búa og hver og einn einstaklingur hefur hlutverki að gegna.
The cookie settings on this website are set to 'allow all cookies' to give you the very best experience. Please click Accept Cookies to continue to use the site.
You have successfully subscribed!