Menu
Menu

Lífræna uppskeran frá Sólheimum komin í verslanir

''Meðfylgjandi frétt var birt á mbl.is  25.6.2021''

Lífræna uppskeran frá Sólheimum komin í verslanir
Líf­ræna græn­metið frá Sól­heim­um er komið í vald­ar versl­an­ir Bón­us en ávallt rík­ir mik­il eft­ir­vænt­ing eft­ir upp­sker­unni frá garðyrkju­stöðinni Sunnu.

 
Sól­heim­ar er sjálf­bært sam­fé­lag sem stofnað var árið 1930 af Sesselju Sig­munds­dótt­ur. Þar fer fram fjöl­breytt starf­semi svo sem rekst­ur skó­rækt­ar- og garðyrkju­stöðva. Garðyrkju­stöðin Sunna er einn stærsti fram­leiðandi á líf­rænt ræktuðu græn­meti á Íslandi en helstu fram­leiðslu­vör­ur eru kirsu­berjatóm­at­ar, ag­úrk­ur, paprik­ur og eggald­in. Upp­sker­an í ár var mjög góð og er nú fá­an­leg í vel völd­um versl­un­um Bón­us.
 
 
„Mik­il eft­ir­spurn er alltaf eft­ir græn­met­inu frá garðyrkju­stöðinni Sunnu, enda um hágæða ís­lenskt líf­rækt ræktað græn­meti að ræða. Græn­metið verður fá­an­legt í versl­un­um Bón­us í Hvera­gerði, Sel­fossi, Skeif­unni og Smára­torgi, á meðan birgðir end­ast,“ seg­ir Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us
 
„Garðyrkju­stöðin Sunna er rek­in af Sól­heima­setri og þar starfa bæði fatlaðir, ófatlaðir íbú­ar og það er alltaf mik­il eft­ir­vænt­ing á upp­skeru­tím­um. Viðtök­ur Íslend­inga við líf­rænt ræktuðu græn­meti okk­ar hafa verið frá­bær­ar enda sí­fellt meiri áhersla á vör­ur frá nærum­hverfi,” seg­ir Piotr Krzysztof, for­stöðumaður Sunnu Garðyrkju­stöðva.


Á Sólheimum er samheldið og fjölbreytt samfélag þar sem um hundrað manns búa og hver og einn einstaklingur hefur hlutverki að gegna.
Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!