Menu
Menu

Kolefnisjöfnun PFAFF í samstarfi við SÓLHEIMA

Pfaff og Sólheimar hafa undirritað fimm ára samstarfssamning sem hefur að markmiði að kolefnisjafna rekstur Pfaff. Kolefnisbindingin fer fram með þeim hætti að gróðursett verða tré í landi Sólheima í Grímsnesi.  Tréin verða gróðursett í sérstökum skógræktarreit sem merktur verður verkefninu og munu Sólheimar skrá með nákvæmum hætti fjölda trjáa, staðsetningu þeirra og dagsetningu gróðursetningar þ.a. staðfesta megi með rekjanlegum hætti að kolefnisjöfnun hafi sannarlega farið fram.

"Ég vil hvetja alla í rekstri að hefja þessa vegferð enda reyndist þetta ferli mun einfaldara en við reiknuðum með" sagði Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff.  "Verkfræðistofan Efla sá um útreikning á kolefnislosun Pfaff og þegar á reyndi tók ekki langan tíma að safna saman þeim gögnum sem Efla þurfti.   Reyndist kolefnislosun Pfaff vera hátt í 600 tré árlega en við ákváðum að miða samninginn við 1.000 tré enda töldum við að móðir náttúra ætti eitthvað inni hjá rúmlega 90 ára gömlu fyrirtæki eins og Pfaff.   Við hjá Pfaff höfum alla tíð dáðst að því starfi sem fram fer á Sólheimum og hefðum við ekki geta óskað okkur betri samstarfsfélaga þegar kom að kolefnisbindingu Pfaff"

Við á Sólheimum erum sérstaklega ánægð með að njóta þess traust að  kolefnisjafna starfsemi Pfaff.  Með samningnum sýnir fyrirtækið af sér ríka samfélagslega ábyrgð sem við fögnum.  Öll  ræktun á Sólheimum er lífræn og Tún-vottuð auk þess sem samningur á borð við þann sem nú hefur verið undirritaður skapar mikilvæg störf fyrir fatlaða íbúa á Sólheimum segir Sigujrón Örn Þórsson, formaður stjórnar Sólheima.
Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!