Menu
Menu

Framfarabikar Frískra Flóamanna 2020 hlýtur: Trommusláttur

Framfarabikar Frískra Flóamanna / Farandbikar 2020 fyrir framfarir. 

 Ég ætla að byrja á að lesa upp nöfnin sem á þessum bikar eru.

 2011       Ágúst Þór Guðnason

2012       Guðrún Lára Aradóttir

2013       Ólafur Benediktsson

2014       Gísli Halldórsson

2015       Árni Alexandersson

2016       Reynir Pétur Steinunnarson

2017       Ólafur hauksson

2018       Leifur Þór Ragnarsson 

2019       Elfa Björg Jónsdóttir

2020       ?

Og nú bætist við nýtt nafn við 2020 en það er!!!!

Framfarabikar Frískra Flóamanna 2020 hlýtur:   trommusláttur 

Kristján Atli Sævarsson
Klapp 

Kristján þú mátt koma hingað upp til okkar. 
Er það rétt að þú hafir sagt  þegar Sólheimahlaupinu lauk í fyrra að þú ætlaðir að sigra 2020!  Hvernig fórstu að þessu, okkur skylst að þú hafir gengið einhver ósköp á degi hverjum -viku og mánuði.  Ertu með c. kílómetranna fyrir árið!  

Kristján Atli stundar útiveru og hreyfingu daglega gengur mikið um byggðahverfið okkar, stundum fer hann  2 fjósahringi að sögn.

Það er einstaklega gott fyrir okkur sem búum á Sólheimum að hafa svona góða fyrirmynd. Við hvetjum aðra íbúa til að ganga sér til heilsu og ánægju.
Kristján Atli það eru margir rosalega ánægðir með þig og kraftin sem þú smitar frá þér.

Við óskum þér Kristján Atli Sævarsson innilega til hamingju með verðskuldaðan framfarabikarinn
Takk fyrir okkur.
Við sjáumst að ári .
Og þá verður spennandi að sjá hver hlýtur bikarinn góða. 

 Klapp ekkert knús.

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!