Menu
Menu
parallax

Leikfélag Sólheima

Skógarbrúðkaup

Kæru leikhúsgestir velkomin í Skógarbrúðkaup

Í ævintýraskóginum hittum við hinar ýmsu ævintýrapersónur eins og Mikka ref, Öskubusku, Rauðhettu, Karíus, Baktus og Kaktus og fleiri.Margvíslegar breytingar hafa átt sér stað í lífi þeirra og umhverfi sem þau reyna að takast á við. Þegar konungurinn býður öllum í brúðkaupsveislu Prinsins, með ákveðnum skilyrðum, er þeim vandi á höndum!

Leikstjórinn og höfundurinn, Magnús J. Magnússon er fæddur á Akureyri 11. júní 1954. Hann ólst þar upp til 16 ára aldurs en þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar þar sem hann bjó til 1977. Þá var haldið til Reykjavíkur til náms og starfs og síðan þá hefur hann starfað sem kennari. Alla tíð hefur hann starfað að leiklistarmálum, sérstaklega meðal barna og unglinga.
Öll sumur frá 1980–1988 vann hann á Sólheimum og stjórnaði þar slátturhóp. Á þesum árum setti hann upp þrjár sýningar með leikfélagi Sólheima. 1983 setti hann upp Hópinn og 1984 leikverkið Lífmyndir. Farið var með þá sýningu í 6 vikna leikferð um Ísland og og víða um Norðurlönd. Magnús hefur einnig sett upp sýningar hjá öðrum áhugaleikfélögum og framhaldsskólum.

Ljósmyndir Leifur Þór Ragnarsson

Persónur og leikendur

Sögumaður-Sendiboð-Veisustjóri Kristján Atli Sævarsson
Kóngur Hallbjörn Valgeir Rúnarsson
Prins Bjarkar Þór Sigurfinnsson
Öskubuska Erla Björk Sigmundsdótir
Hirðstjóri - Karíus Óðinn Ásbjarnarson
Hirðmaður Eiríkur Ingi Þórðarson
Stjúpsystir Berglind Hrafnkelsdóttir
Stjúpsystir Fanný Björk Ástráðsdóttir
Stjúpsystir Ingibjörg Sif Hákonardóttir
Mikki refur Heiðar Már Guðnason
Lilli Klifurmús Sigtryggur Einar Sævarsson
Bangsa pabbi Hannes Örn Blandon
Hérastubbur Edda Guðmundsdóttir
Hérastubbur Guðlaug Jónatansdóttir
Kasper Rúnar Þór Birgisson
Jesper Kamma Viðarsdóttir
Jónatan Ingólfur Andrason
Soffía frænka - Skógarverur Dagný Davíðsdóttir
Baktus - Skógarverur Anika Bäcker
Kaktus Ólafur Hauksson
Rauðhetta Hanný María Haraldsdóttir
Amma Guðrún Lára Aradóttir
Úlfur Dísa Sigurðardóttir
Veiðimaður María K. Jacobsen
Mjallhvít Þorbjörg Ásta Hallbjarnardóttir
Dvergur 1 Davíð Máni Karlsson
Dvergur 2 Kristín Karólína Karlsdóttir
Dvergur 3 Páll Guðjónsson Bäcker
Dvergur 4 Kári Guðjónsson Bäcker
Dvergur 5 Þórarinn Áki Hallbjarnarson
Dvergur 6 Lilja Kristín Guðjónsdóttir Bäcker
Dvergur 7 Guðbjörg Emma Matthíasardóttir

Öll hin aðalhlutverkin

Leikstjóri og höfundur
Magnús J. Magnússon

Tæknimenn - ljós og hljóð
Brynjólfur Helgi Reynisson
Hallbjörn Valgeir Rúnarsson
Þorvaldur Kjartansson

Tónlistarumsjón
Hallbjörn Valgeir Rúnarsson

Leikmynd
Smíðastofa Sólheima
Bjarkar þór Sigurfinnsson
Guðbrandur Nói Lingþórsson
Guðjón Gísli Kristinsson
Hallbjörn Valgeir Rúnarsson
Hjördís Warner
Óðinn Ásbjarnarson
Ólafur Hauksson
Pálmi Albertsson

Búningar
Vefstofa Sólheima
Anika Bäcker
Dagny Daviðsdottir
Sigurlaug Gísladóttir

Leikskrá
Mars – Margmiðlunarstöð Sólheima
Ljósmyndir
Leifur Þór Ragnarsson

Stjórn Leikfélags Sólheima
Dagný Davísdóttir, formaður
Þorvaldur Kjartansson, gjaldkeri
Anika Bäcker
Hallbjörn Valgeir Rúnarsson
Bragi Svavarsson

Leikfélagið vill þakka öllum þeim sem hafa gert þessa uppsetningu mögulega. Sérstakar þakkir fá Sólheimar, Gistiheimili Sólheima og Bónus fyrir að lána okkur Binna.
En fyrst og fremst langar okkur að þakka mökum okkar og fjölskyldum fyrir ómældan skilning og þolinmæði.

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!