Menu
Menu

Sólheimar - Sjálfbært Samfélag

VERIÐ VELKOMIN Á SÓLHEIMA

Sólheimar bjóða upp á gistingu, veitingar, afþreyingu og listmuni. 
Kaffihúsið Græna Kannan og verslunin Vala eru opin: 
Mánudaga til Föstudagadaga: 11:30 til 16:00
Laugardaga: 13:00 til 16:00 
Sunnudaga: Lokað

Viðburðir menningarveislu Sólheima

SÓLHEIMAR - Í 90 ÁR

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar eru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindís Sigmundsdóttur (1902 – 1974). Byggðahverfið Sólheimar leggur áherslu á ræktun manns og náttúru. Rekin er öflug félagsþjónusta á Sólheimum þar sem einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn er veitt tækifæri til atvinnu og starfsþjálfunar, búsetu, félags- og menningarstarfs.

Fjölbreytt starfsemi fer fram á Sólheimum svo sem rekstur skógræktar- og garðyrkjustöðva sem báðar stunda lífræna ræktun einnig er rekið bakarí og matvinnsla. Verslun og listhús, kaffihús og gistiheimili. Fjöldi listvinnustofa er á Sólheimum svo sem kertagerð, listasmiðja, keramik, vefstofa, jurtastofa og smíðastofa. Íbúar Sólheima leggja metnað sinn í að taka vel á móti gestum og eru allir velkomnir að Sólheimum.

Vakin er sérstök athygli á „Á döfinni“ þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem á boðstólnum eru hverju sinni.

Verið velkomin á Sólheima!

Verið velkomin á Sólheima!

Samfélagið

Samfélagið

Rúmlega eitt hundrað manns búa í byggðahverfinu að Sólheimum. Yngsti íbúinn er nokkurra mánaða og sá elsti á áttræðisaldri. Flestir íbúar starfa á Sólheimum en hluti íbúa vinnur annars staðar. Börn á leik- og grunnskólaaldri sækja Kerhólsskóla á Borg.

Á Sólheimum er samheldið og fjölbreytt samfélag, þar sem hver einstaklingur er mikilvægur og hefur hlutverki að gegna. Traust og virðing ríkir milli manna og íbúum og gestum líður vel. Á Sólheimum hefur á rúmum 90 árum byggst upp byggðahverfi sem er einstakt, byggðahverfi þar sem finna má öflug félags- og menningar líf og fjölbreytt atvinnutækifæri. Íbúar Sólheima leggja áherslu á að hafa á boðstólnum handunnar og heimagerðar vörur sínar.

Gestum er velkomið að taka þátt í starfi Sólheimakirkju, sækja tónleika, njóta fræðslu í Sesseljuhúsi eða bara ganga um og skoða samfélagið.

Lífræn ræktun

Sólheimar eru vagga lífrænnar ræktunar á Íslandi. Almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunar, ekki aðeins á Íslandi, heldur einnig á Norðurlöndunum, hafi verið á Sólheimum.

Það er því löng og sterk hefð fyrir umhverfisvitund á Sólheimum og mikil áhersla á að öll matvæli sem framleidd eru á Sólheimum fullnægi kröfum um lífræna ræktun.

Garðyrkjustöðin Sunna er einn stærsti framleiðandi á lífrænt ræktuðu grænmeti undir gleri á Íslandi. Helstu framleiðsluvörur Sunnu eru kirsuberjatómar, agúrkur, paprikur og  salöt.

Lífrænir tómatar

SJÁLFBÆRT SAMFÉLAG

Starf Sólheima byggir á starfi og hugsjónum Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima en hún heillaðist ung af kenningum Rudolfs Steiners. Sesselja var frumkvöðull í lífrænni ræktun, ekki aðeins á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og er á meðal þeirra fyrstu á Íslandi sem létu sig umhverfismál varða. Einnig starfa Sólheimar eftir markmiðum byggða með skilgreind markmið (Intentional communities) og Alþjóðlegum samtökum sjálfbærra byggða (Global Ecovillage Network).

Markmið Sólheima er að skapa sjálfbært samfélag, byggt fólki sem leggur áherslu á ræktun manns og náttúru. Lögð er áhersla á sjálfbærar byggingar, eigin orkuöflun, lífræna ræktun, vinnslu afurða úr náttúrulegu hráefni og endurvinnslu. Rekstur fyrirtækja að Sólheimum skal taka mið af efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum áhrifum á samfélagið.

Talið er að um 15 þúsund staðir og byggðahverfi í veröldinni hafi sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Sólheimar eru fyrsti staðurinn á Íslandi sem hlýtur erlenda viðurkenningu sem sjálfbært byggðahverfi.

Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar – við fengum hana að láni frá börnum okkar

 #SOLHEIMARECO Á INSTAGRAM

Það er alltaf eitthvað spennandi að gerast á Sólheimum
Fylgstu með okkur á Instagram

SNYRTIVÖRUR

Í jurtastofunni eru framleiddar handsápur, krem, sjampó, varasalvi og baðsölt.
Allar vörurnar eru lífrænt vottaðar af Tún vottunarstofu.  

JURTASTOFA SÓLHEIMA

ÚR ÍSLENSKRI NÁTTÚRU


Jurtastofa Sólheima nýtir jurtir sem eru ræktaðar á garðyrkjustöð Sólheima eða týndar villtar á svæðinu. Einnig er annað hráefni lífrænt vottað og í hæsta gæðaflokki

NÁNAR
Baðsalt Lofnarblóm
Baðsalt Lofnarblóm
Baðsalt Lofnarblóm

Baðsalt Lofnarblóm

1.990 kr
Baðsalt Piparmynta & Blóðberg
Baðsalt Piparmynta & Blóðberg
Baðsalt Piparmynta & Blóðberg

Baðsalt Piparmynta & Blóðberg

1.990 kr
Baðsalt Rósir
Baðsalt Rósir

Baðsalt Rósir

1.999 kr

Stuðningur

Frá stofnun Sólheima árið 1930 hafa Sólheimar reitt sig á stuðning og styrki Sólheimavina.

Sólheimar hafa frá upphafi notið mikillar velvildar og stuðnings almennings og fyrirtækja. Sá stuðningur hefur reynst ómetanlegur við að byggja upp einstakt samfélag sem getur boðið íbúum sínum upp á góð lífsgæði.

Sem leið til að sýna þakklæti sitt hafa íbúar Sólheima í auknu mæli opnað samfélag sitt þannig að gestir geti af eigin raun séð og upplifað hið einstaka samfélag á Sólheimum.

Það eru margar leiðir til að leggja Sólheimum gott til og við metum mikils það sem til starfseminnar er lagt – það eru allir velkomnir á Sólheima.

STYRKJA
Stuðningur
The cookie settings on this website are set to 'allow all cookies' to give you the very best experience. Please click Accept Cookies to continue to use the site.
You have successfully subscribed!