Minnivarði um Pétur Sveinbjarnarson afhjúpaður af vinum Péturs
Þann 23. ágúst s.l vígði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra Péturstorg við hátíðlega athöfn. Við það tækifæri var minnisvarði um Pétur Sveinbjarnarson afhjúpaður af vinum Péturs. Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður færði Sólheimum að gjöf stórkostlegt listaverk til minningar um það fallega starf sem þar hefur verið unnið í 90 ár. Við á Sólheimum móttökum þessar gjafar með auðmýkt og þakklæti.