Menu
Menu

Menningarveisla Sólheima 2024

Verið hjartanlega velkomin á Menningarveislu Sólheima 2024.
Setning Menningarveislunnar verður 1. júní klukkan 14:00 á Péturstorgi. 

Þá verður opnuð Sumarsýning vinnustofa Sólheima. Þar sýnir myndlistafólkið afrakstur vinnu vetrarins að metnaðarfullri listsköpun sem einkennist af einlægni og fagmennsku. Verk þeirra eiga það sameiginlegt að geisla frá sér frásagnargleði og þroskaðri næmni fyrir formum og litum.   

Stjörnulið Sólheima heldur svo tónleika í Íþróttaleikhúsinu eða á torginu ef veður leyfir. Þar verður áhersla á trommuleik og verða m.a. flutt lög úr leikritinu Óbyggðirnar kalla sem Leikfélag Sólheima setti upp í vor. Stuðlarnir, nýstofnuð hljómsveit á Sólheimum lýkur dagskránni.

Sögusafn Sólheima í Sólheimahúsi verður opið og svo auðvitað vinsæla kaffihúsið okkar Græna kanna. 

Að venju mun svo margt vera á dagskrá Menningarveisunnar í allt sumar, tónleikar, sýningar, markaðstorg, leiðsagnir og ávalt óvæntar uppákomur.

Dagskrá sumarsins og upplýsingar um þær sýningar og viðburði sem hægt er að njóta í sumar má sjá í Hreindísi, blaðinu okkar sem nú er komið út. 

Öll velkomin að njóta með okkur í sumar!

Hreindís_2024_-1_V2.jpg__PID:66c83ef8-3a44-42b4-97b9-dd08b90f0c43

 

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!