Menu
Menu

Sólheimahlaupið og Frískir Flóamenn Sunnudaginn 27.sept kl.10:00

Fríska Sólheimahlaupið verður Sunnudaginn 27. september. 

Lagt verður af stað frá Borg kl. 10:00 gengið, hlaupið eða hjólað sem leið liggur á Sólheima en þetta er um 9 kílómetra sprettur.

Eftir hlaupið verður boðið uppá Sólheimanammi ( grænmeti ) en hægt að versla súpu og brauð í Grænu könnunni á sangjörnu verði.

Á meðan verður afhentur Framfarabikar Frískra Flóaamanna til þess íbúa Sólheima sem hefur sýnt hreyfingaframfarir á liðnu ári.

Gríðarleg sammkeppni var þetta árið!  Þess má geta að Framfarabikarinn 2019 hlaut Elfa Björk Jónsdóttir

Strax eftir hlaupið geta Frískir Flóamenn sem vilja hvílt lúin bein í sundlauginni á Borg en þar mun Rut taka á móti ykkur á meðan pláss leyfir.

 

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!