Menu
Menu

Sólheimahlaupið og Frískir Flóamenn Sunnudaginn 27.sept kl.10:00

Fríska Sólheimahlaupið verður Sunnudaginn 27. september. 

Lagt verður af stað frá Borg kl. 10:00 gengið, hlaupið eða hjólað sem leið liggur á Sólheima en þetta er um 9 kílómetra sprettur.

Eftir hlaupið verður boðið uppá Sólheimanammi ( grænmeti ) en hægt að versla súpu og brauð í Grænu könnunni á sangjörnu verði.

Á meðan verður afhentur Framfarabikar Frískra Flóaamanna til þess íbúa Sólheima sem hefur sýnt hreyfingaframfarir á liðnu ári.

Gríðarleg sammkeppni var þetta árið!  Þess má geta að Framfarabikarinn 2019 hlaut Elfa Björk Jónsdóttir

Strax eftir hlaupið geta Frískir Flóamenn sem vilja hvílt lúin bein í sundlauginni á Borg en þar mun Rut taka á móti ykkur á meðan pláss leyfir.

 

The cookie settings on this website are set to 'allow all cookies' to give you the very best experience. Please click Accept Cookies to continue to use the site.
You have successfully subscribed!