Kaffihúsið Græna kannan opnar aftur 26.feb
Kaffihúsið okkar Græna kannan opnar á ný föstudaginn 26. febrúar.
Íbúar Sólheima eru miklir gestgjafar og þess vegna getum við ekki beðið eftir því að opna aftur hjá okkur og taka á móti ykkur með sömu hlýju og gestrisni og við höfum ætíð gert.
Opið alla daga frá kl.12:00-17:00.
Gætum vel að sóttvörnum og munum eftir grímunni
Sjáumst á Sólheimum!