Yfirþroskaþjálfi – árs afleysing

Viltu starfa á Sólheimum?

Við leitum að yfirþroskaþjálfa í árs-afleysingu

Starfssvið

 • Hefur umsjón með gerð þjónustusamninga við einstaklinga í samráði við forstöðumann heimilis- og atvinnusviðs
 • Skipuleggur þjónustuáætlanir í samráði við forstöðumann og ber ábyrgð á endurskoðun og eftirfylgni
 • Leiðbeinir og styður þjónustunotendur við heimilishald og daglegar athafnir eftir því sem við á og þörf krefur
 • Tekur þátt í teymisvinnu með öðrum starfsmönnum
 • Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns
 • Sér um faglega fræðslu til starfsfólks og þjónustunotenda

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Íslenskt starfsleyfi sem þroskaþjálfi
 • Þekking og reynsla á að vinna með fólki með fötlun æskileg
 • Samskipta- og samstarfshæfni mikilvæg
 • Frumkvæði í starfi og öguð vinnubrögð
 • Jákvæðni og áhugi á að leiða fjölbreytt starf í anda gilda Sólheima
 • Búseta á Sólheimum æskileg

Á Sólheimum búa að jafnaði 43 einstaklingar sem fá stuðning á sínum heimilum frá þjónustumiðstöð Sólheima.
Yfirþroskaþjálfi heyrir undir forstöðumann á heimilissviði og á samstarf við hann ásamt forstöðumönnum á öðrum sviðum.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalbjörg Jensdóttir, adalbjorg@solheimar.is, forstöðumaður heimilissviðs.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin


Sjá nánar á alfred.is:

https://alfred.is/starf/yfirthroskathjalfi-arsafleysing?cat=laus-storf

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is