Ungmennavika á Sólheimum 1.- 8. júlí

Ungmennavika NSU (Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejde) Panorama of Youth – verður haldin á Sólheimum dagana 1.-8.júlí nk. Þema vikunnar er víðsýni, samvinna, traust og umburðarlyndi en þessa þætti verður unnið með í gegnum íþróttir og leik. Markmiðið er að auka víðsýni þátttakenda fyrir ólíkum einstaklingum og auka umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra. Unnið verður með „non-formal education“ nálgun eða óformlegt nám og því skipa hreyfing, útivera og vettvangsferðir stóran sess í dagskrá vikunnar.

UMFÍ og NSU eru þátttakendur íMOVE WEEK herferð semISCA (International Sport and Culture Association) stendur fyrir. MOVE WEEK er herferð sem ISCA ætlar sér að verði stærra verkefni á næstu árum. Árið 2012 var tekið sem undirbúningur fyrir árin sem eftir koma og markmiðið er að árið 2020 verið 100 milljónir fleiri Evrópubúafarnir að hreyfa sig reglulega.

Þátttakendur í ungmennaviku fá þjálfun í að skipuleggja, halda utan um og framkvæma viðburði sem hvetja fólk til þátttöku og hreyfingar sér til heilsubótar. Þátttakendur munu verða í miklu samstarfi og samneyti við íbúa Sólheima á meðan á verkefninu stendur. Íbúar munu einnig taka þátt í verkefninu að stórum hluta. Þátttakendur munu vinna áfram með verkefni sín eftir ungmennavikuna í samstarfi við UMFÍ.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is