Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar 4. júní klukkan 12:00 við Grænu könnuna.

Lúrasveit Hafnarfjarðar ætlar að heiðra okkur með tónleikum frá klukkan 12:00 -12:45 
fyrir utan Grænu könnuna í tilefni af opnun menningarveislu Sólheima 2016


Sögu lúðrasveita í Hafnarfirði má rekja til ársins 1890. Frá

árunum 1890 til 1923 voru stofnaðar þrjár lúðrasveitir í

Hafnarfirði en engin þeirra starfaði lengur en í fimm ár. Fjórða

lúðrasveitin var svo stofnuð 31. janúar 1950 og er hún ennþá

starfandi. Fyrsti formaður sveitarinnar var Friðþjófur Sigurðsson.

Fyrsti stjórnandi sveitarinnar var Albert Klahn, en aðrir hafa verið

Jón Ásgeirsson, Hans Ploder, Stefán Ómar Jakobsson, Þorleikur

Jóhannesson og Rúnar Óskarsson sem hefur stjórnað sveitinni frá

  1. Í dag eru félagar um fjörutíu talsins.

 

Starfsár lúðrasveitarinnar hefst í byrjun september og stendur

yfirleitt fram í júní. Auk reglubundins tónleikahalds spilar

sveitin við ýmsar uppákomur í Hafnarfirði, til dæmis í

kröfugöngu 1. maí, á sjómannadeginum og við þjóðhátíðarhöld

á 17. júní. Tónleikaferðir hafa einnig verið hluti af starfseminni

í gegnum árin. Þar er helst að nefna landsmót Sambands íslenskra

lúðrasveita, sem haldin eru á tveggja til fjögurra ára fresti, en

lúðrasveitin hefur tekið þátt í starfsemi sambandsins frá upphafi.

Sveitin hefur farið í fimm utanlandsferðir; til Þýskalands og

Austurríkis árin 1971, 1974, 1985 og 2000 og nú síðast til

Hollands og Belgíu sumarið 2014.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is