Þrettándagleði Sólheima

ÞRETTÁNDAGLEÐI
Sólheima
Þriðjudaginn 6. janúar

Dagskrá;2015

16,00 -17,00
Íþróttaleikhúsið    Þú þarft bara að mæta!
Búningar; skikkjur og andlitsmálun fyrir alla.
Þarna verða Grýla, Leppalúði, jólasveinar, álfar
tröll, huldufólk og aðrar vættir
Í hvaða gerfi ætlar þú að bregða þér!!!!

17,00   Álfakóngur og drottning
leiða blysför að brennustæði Tröllagarðs
Trommuleikur, sungið og sprellað

17,10  Kveikt í brennukesti, blys og söngur

17,30  Meiri söngur, gleði og
skemmtun af palli Skakka skóla Mætum öll og kveðjum jólin saman
Dagskráin endar með Flugeldasýningu

Að öllu þessu loknu verður síðan boðið upp á Leppalúðasúpu að hætti Sölva, nýbakað lífrænt Pami-nornabrauð á mjög foreldravænu verði.
1000- krónur fyrir fullorðna 500- krónur fyrir börn 6-12 ára
0- krónur fyrir yngri en 6 ára, í Grænu könnunni.

Brennandi heitt kakó og brakandi piparkökur verða einnig til sölu í Grænu Könnunni

Allir hjartanlega velkomnir!

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is