Stuðningur

studningurFrá stofnun Sólheima árið 1930 hafa Sólheimar reitt sig á stuðning og styrki Sólheimavina.

Sólheimar hafa frá upphafi notið mikillar velvildar og stuðnings almennings og fyrirtækja. Sá stuðningur hefur reynst ómetanlegur við að byggja upp einstakt samfélag sem getur boðið íbúum sínum upp á góð lífsgæði.

Sem leið til að sýna þakklæti sitt hafa íbúar Sólheima í auknu mæli opnað samfélag sitt þannig að gestir geti af eigin raun séð og upplifað hið einstaka samfélag á Sólheimum.

Það eru margar leiðir til að leggja Sólheimum gott til og við metum mikils það sem til starfseminnar er lagt – það eru allir velkomnir á Sólheima.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is