Skipulagsskrá Styrktarsjóðs Sólheima ses.

SKIPULAGSSKRÁ
fyrir
STYRKTARSJÓÐ SÓLHEIMA ses.

1. gr. Heiti og heimili
Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og heitir Styrktarsjóður Sólheima ses.
Heimili og varnarþing er að Sólheimum, Grímsnes- og Grafningshreppi, Árnessýslu.

2. gr. Stofnandi, stofnfé og aðrar tekjur
Stofnandi er Sólheimar ses, kt. 610269-4519, Sólheimum, Grímsnes- og Grafningshreppi, Árnessýslu.
Stofnfé sjóðsins er kr. 1.000.000.- Hækkun stofnfjár er greidd með reiðufé að óráðstöfuðum hagnaði.
Sjóðnum tilheyra eignir og skuldbindingar Styrktarsjóðs Sólheima eins og þær eru við samþykkt skipulagsskrár þessarar.
Tekjuafgangur sem verða kann af starfsemi sjóðsins rennur til hans sjálf og skal varið í samræmi við tilgang og markmið hans og þeirra verkenfa sem fallið geta undir þau samkvæmt skipulagsskrá þessari.
Ennfremur geta runnið til stofnunarinnar aðrar tekjur eða eignir sem henni kunna að áskotnast frá einstaklingum, félögum eða opinberum aðilum sem styrkur, gjöf, áheit eða arfur.
Verði tap af starfsemi sjóðsins skal það greitt úr sjóðum hans eða fært til næsta reikningsárs.
Engir njóta sérstakra réttinda hjá sjóðnum.

3. gr. Markmið
Marmið Styrktarsjóðs Sólheima ses. er eftirfarandi:
1. Að veita styrki eða lán til verklegra framkvæmda á Sólheimum.
2. Að veita styrki eða lán til kaupa á áhöldum eða verkfærum til Sólheima.
3. Að veita starfsfólki eða öðrum styrki eða lán til náms eða námsdvalar á sviði er tengist starfi Sólheima.
4. Að styrkja ferðalög, sumardvalir og annað frítímastarf heimilisfólks á Sólheimum.
5. Að greiða kostnað vegna fjáraflana sjóðsins.
Stytktarsjóði Sólheima er heimilt að kaupa eða byggja og reka félagslegar íbúðir, orlofsíbúðir og annarskonar húsnæði.
Sjóðum er ennfremur heimilt að eiga aðild að atvinnurekstri og standa fyrir sjálfstæðum fjáröflunum.
Starfsemi sjóðsins skal taka mið af tilgangi og markmiði Sólheims ses. sem er að skapa sjálfbært samfélag (Eco village), byggt fólki sem leggur áherslu á ræktun manns og náttúru, á eigin orkuöflun, lífræna ræktun, vinnslu afurða úr náttúrulegum efnum og endurvinnslu. Skal starfsemi sjóðsins taka mið af efnahagslegum og félagslegum áhrifum á samfélagið að Sólheimum og vera því til hagsbóta og fara fram í góðri sátt við aðrar einingar samfélaginsins þar.

4. gr. Fulltrúaráð
Æðasta vald í málefnum sjóðsins er í höndum fulltrúaráðs sem skipað er 17 fulltrúum sem hver fer með eitt atkvæði. Fulltrúaráðið setur sér starfsfeglur.
Fyrsta fulltrúaráð sjóðsins skal skipað þeim einstaklingum sem sitja í fulltrúaráði Sólheima ses. og skal kjörtímabil hvers þeirra vera það sama og eftir er af kjörtíma viðkomandi í fulltrúaráði Sólheima ses.
Kosning fulltrúa í ráðið fer fram á aðalfundi fulltrúaráðsins ár hvert og ræðst fjöldi þeirra sem kosinn er hverju sinni af því hversu kjörtímabil margra fulltrúaráðsmanna er á enda það árið.
Kjörtímabil fulltrúaráðsmanns er fjögur á, sbr. þó næsta málslið. Falli fulltrúaráðsmaður frá eða hverfi hann úr ráðinuu af öðrum ástæðum áður en kjörtímabili hans lýkur, kýs fulltrúaráðið annan í hans stað á næsta aðalfundi ráðsins og skal kjörtímabil hans vera jafnt því er eftir var af kjörtímabili þess er hætti.
Stjórn sjóðsins eða uppstillinganefnd, sbr. 3. mgr. 7.gr., og fulltrúaráðsmaður getur gert tillögu um nýjan fulltrúa í ráðið og skal tillaga um fulltrúa berast stjórninni bréflega a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund ráðsins.
Fulltrúaráðsmenn má endurkjósa.

5. gr. Aðalfundur, aukafundir
Aðalfund fulltrúaráðsins skal halda fyrir lok maí ár hvert. Aukafundi ráðsins skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða samkvæmt skriflegri ósk a.m.k. fimm fulltrúaráðsmanna aþr sem fundarefni skal tilgreint. Komi fram slík beiðini skal boða til aukafundar innan tveggja vikna. Halda skal gerðabók um það sem fram fer á fundum fulltrúaráðsins. Stjórnin boðar til fulltrúaráðsfundar með tilkynningu til hvers fulltrúa með bréfi eða símskeyti eða á annan tryggan hátt. Til aðalfundar skal boðað með minnst fjórtán daga fyrirvara en aukafund með minnst sjö daga fyrirvara. Fundarefnis skal getið í fundarboði. Á aukafundi er heimilt, ef sérstaklega stendur á, að fjalla um og afgreiða sömu mál og falla undir dagskrá aðalfundar.
Fulltrúaráðsfundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður. Einfaldur meirihluti mættra fulltrúaráðsmanna ræður afgreiðslu mála, sbr. þó 9. gr. um breytingar á skipulagsskrá þessari og slit sjóðsins.
Formaður stjórnar, eða varformaður í fjarveru hans, setur aðalfundu og fundurinn kýs síðan fundarstjóra og fundarritara. Aukafundum fulltrúaráðs stýrir formaður stjórnar, eða varaformaður í fjarveru hans, nema fundurinn kjósi fundarstjóra sérstaklega.
Á aðalfundi skulu eftirgrein mál tekin fyrir:
1. Ársskýrsla stjórnar.
2. Ársreikngar liðins starfsárs lagðir fram til staðfestingar.
3. Fjárhagsáætlun lögð fram til staðfestingar.
4. Kostning fulltrúa í fulltrúaráðið í stað þeirra er úr ráðinu eiga að ganga eða hafa gengið.
5. Kosning stjórnar skv. 6. gr.
6. Ráðning löggilts endurskoðanda skv. 8. gr.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna úr hópi fulltrúaráðsmanna skv. 8. gr.
8. Breytingar á skipulagsskrá liggi fyrir tillaga þar að lútandi.
9. Önnur mál.

6. gr. Stjórn
Á aðalfundi fulltrúaráðsins skal kjósa fimm menn úr hópi fulltrúaráðsmanna í stjórn til eins árs og einn mann til vara til sama tíma. Stjórnarmenn skal kjósa sérstakri kosningu. Stjórnarmenn skipta að öðru leyti með sér verkum. Endurkjósa má stjórnarformann og stjórnarmann.
Stjórnarfundur er lögmætur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Einfaldur meirihluti ræður afgreiðslu mála á fundi stjórnar. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka nema allir stjórnarmenn hafi haft tök á að kynna sér og fjalla um málið sé þess kostur. Um það sem gerist á fundum stjórnar skal haldin gerðabók.
Meirihluti stjórnar skuldbindur sjóðinn og getur veitt prókúruumboð fyrir hann.

7. gr. Verkefni stjórnar
Stjórnin stýrir daglegum málefnum sjóðsins og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Stjórni skal sjá um að sjóðurinn sé rekinn í samræmi við gildandi lög. Stjórnin ber ábyrgð á fjárreiðum sjóðsins og skal sjá til þess að eigni hans og fjármundi séu nýttir og ávaxtaðir á sem bestan og tryggastan hátt í samræmi við markmið hans.
Stjórnin skal legga fyrir fulltrúaráðið allar meiriháttar ákvarðanir er varða rekstur eða meðferð eigna sjóðins, svo sem stærri lántökur eða veðsetninga og byggingu, kaup eða sölu stærri eigna.
Stjórninni er heimilt að skipa 3 fulltrúaráðsmenn í uppstillingarnefnd sem hafi það hlutverk að gera tillögu til aðalfundar fulltrúaráðs um kjör í aðal- og varastjórn og um kjör nýs fulltrúaráðsmanns í stað þess sem gengur úr ráðinu. Tillögur uppstillingarnefndar skal kynna fulltrúaráðsmönnum a.m.k. sjö dögum fyrir aðalfundi með bréfi eða í tölvupósti.
Stjórninni er heimilt að ráða framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur sjóðsins og setur honum erindisbréf. Framkvæmdastjóri skal fara eftir þeirri stefnu sem mörkuð er af fulltrúaráðsi eða stjórn og fyrirmælum stjórnar. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafna sem eru óvenjulegar eða mikils háttar.
Formaður stójórnar boðar til stjórnarfunda en hver stjórnarmaður getur krafist þess að boðað sé til stjórnarfundar. Ennfremru skal veða við ósk framkvæmdastjóra eða löggilts endurskoðanda um stjórnarfund um tiltekið mál.
Um almennt og sérstakt hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fer að gildandi lögum.
Stjórnin skal setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar.

8. gr. Ársreikningar og endurskoðun
Reikningsár og starfsár sjóðins er almanaksárið.
Á aðalfundi fulltrúaráðsins skal staðfesta ráðningu löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags til eins árs í senn sem skal endurskoða ársreikninga sjóðsins og skal niðurstaða hans lögð fyrir aðalfund fulltrúaráðsins.
Á aðalfundi fulltrúaráðsins skal ennfremum kjósa tvo skoðunarmenn reikninga sjóðsins úr hópi fulltrúaráðsmanna til eins árs.

9. gr. Breytingar á skipulagsskrá, slit
Breytingar á skipulagsskrá þessari skulu samþykktar af 2/3 hluta fulltrúaráðsmanna til að öðlast gildi. Sama gildir um tillögu um slit á sjóðnum.
Tillögu um breytingu á skipulagsskránni skal getið í fundarboði. Tillaga til breytinga skal berast stjórn sjóðsins bréflega og nægjanlega tímanleg til að verða getið í fundarboði og tekin á dagskrá.
Verði tekin ákvörðun um að slíta sjóðnum og leggja hann niður skulu eignir sjóðsins renna til Sólheima ses., en njóti hennar ekki við tl samfélagsins á Sólheimum eftir nánari ákvörðun fulltrúaráðsins.

10. gr. Gildandi lög
Þar sem ákvæði í skipulagsskrá þessari ná ekki til um hvernig með skuli fara gilda ákvæði laga nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur eða önnur lagaákvæði er við geta átt.Þannig samþykkt af stjórn og fulltrúaráði á aðalfundi fulltrúaráðs sem fram fór á Sólheimum þann 25. apríl. 2015.

Pétur Sveinbjarnarson (sign)
Margrét Leifsdóttir (sign)
Ómar Einarsson (sign)
Magnús Ólafsson (sign)
Sigríður Jóna Friðriksdóttir (sign)
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is