Fulltrúaráð

Sesselja veitti Sólheimum forstöðu þar til hún lést árið 1974. Náið samstarf var með Sesselju og sr. Guðmundi Einarssyni á Mosfelli. Guðmundur var lengi formaður barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar. Hann stóð fyrir kaupunum á jörðinni Hverakoti og gekk frá skipulagsskrá Sólheima með Sesselju, sem staðfest var 1934.

Eftir lát Sesselju skipaði barnaheimilisnefnd þjóðkirkjunnar fulltrúa í fimm manna stjórn.

Árið 1987 var gerð breyting á skipulagsskrá Sólheima og sett á stofn fulltrúaráð skipað 21 fulltrúa. Ráðið kýs fimm manna framkvæmdastjórn úr hópi fulltrúaráðsmanna á aðalfundi.

Skipulagsskrá Sólheima var breytt árið 2004 og fulltrúaráðsmönnum fækkað úr 21 í 17.  Einnig var því breytt að kjörtímabil fulltrúaráðsmanns er fjögur ár í senn, heimilt er að endurkjósa fulltrúaráðsmann.

Fjórir einstaklingar hafa gegnt formennsku frá árinu 1975. Fyrsti formaður var sr. Ingólfur Ástmarsson, 1975 – 1978, sr. Valgeir Ástráðsson 1979 -1984 og Pétur Sveinbjarnarson frá 1984-2017 en sem varaformaður frá 1979. Núverandi formaður er Sigurjón Örn Þórsson frá 2017.

Starfsreglur fulltrúaráðs Sólheima

Fulltrúaráð Sólheima ses skipa:

 • Arna Einarsdóttir
 • Björg Fenger
 • Edda Björgvinsdóttir
 • Guðmundur Bjarnason
 • Hildur Ómarsdóttir
 • Jóhann G. Jóhannsson
 • Magnús Ólafsson
 • Margrét Leifsdóttir
 • Margrét Tómasdóttir
 • Ólafur G. Gústafsson
 • Ómar Einarsson
 • Páll Magnússon
 • Sigríður Jóna Friðriksdóttir
 • Sigurjón Örn Þórsson
 • Sigþrúður Ármann
 • Sr. Valgeir Ástráðsson
 • Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

 

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is