Sólheimahlaupið, Frískir Flóamenn og Framfarabikarinn

Laugardaginn 22. september s.l. komu Frískir Flóamenn til okkar og buðu Sólheimabúum í hlaup frá Borg að Sólheimum, líkt og fyrri ár. Öllum var frjálst að taka þátt með því að hlaupa, labba eða hjóla.

Allir, hlaupandi og hjólandi voru ræstir af stað á sama tíma, þetta var svona um 60. manna hópur
fyrsti hlauparinn sem kom í mark var Arnar Björnsson þó þetta sé ekki keppni um hver sé fyrstur. 
Arnar hljóp á 43 mín og þykir sá tími afar góður. 

Þetta er alltaf gaman og spennandi að heyra hver fær Framfarabikarinn!!!
Stutt athöfn var í Grænu könnunni þar sem Frískir Flóamenn afhendu framfarabikar sem þeir gáfu Sólheimum, en hann hlýtur Sólheimabúi sem hefur sýnt framfarir, góða ástundun í íþróttum eða allmennri hreyfingu og hefur verið hvetjandi og fyrirmynd.

Leifi mér að setja hér það tilkynninguna við afhendingu Framfarabikarsins 2018

“ Sá einstaklingur sem hlýtur Framfarabikarinn 2018 er mikil hetja og fyrirmynd.

Hetja sem í mörg ár hefur átt í erfiðleikum með að komast milli staða vegna veikinda sinna. Stundar þó íþróttir, aðalega Boccia en hefur m.a. farið í sjósund.

Hetja sem hefur lengi þráð að geta hreyft sig eðlilega um eins og aðrir.

Hetja sem barist hefur við sjúkdóm, sýkingu og sorgir.

Hann fær stundum fólk til að hlaupa!, allavega veltir fólk því fyrir sér hvort það eigi að taka til fótanna, þegar hann nálgast! stór og myndalegur á velli.

Okkur íbúunum á Sólheimum höfum fundið fyrir því að honum hefur ekki liðið vel í mörg ár.

Hann hefur brunað um á reiðhjóli, sett hraðamet á hjólastól og er nú á nýrri vespu.

Við segjum hetja því að hann hefur misst útlim, fót, en stendur þó keikur í báðar fætur. Eftir margra ára baráttu er sársaukinn loksins farinn, að mestu.

Þó að hann hafi átt erfitt sjálfur hefur hann stutt aðra sem hafa glímt við veikindin. Hann hefur staðið við hlið vina sinna allt til enda. Fylgt þeim siðasta spottann!

Við erum auðvitað að tala um hann Leif Þór Ragnarsson, sem hefur sýnt miklar framfarir í göngugetu og góðri skapgerð

Leifur komdu hingað og taktu við Framfarabikarnum 2018,,.

Framfarabikarinn árið 2018 hlaut Leifur Þór Ragnarsson.
Mynd: Magnús Jóhannsson Frískur Flóamaður afhendir Leif bikarinn góða.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is