Skátafundur í Sesseljuhúsi laugardaginn 31. október klukkan 17:00

SONY DSC
Skátafélag Sólheima 

næstkomandi fagna skátar 30 ára afmæli skátastarfs á Sólheimum í Grímsnesi en félagið var formlega stofnað þann 30. október árið 1985.

 

Frumkvæði að stofnun félagsins áttu þeir Guðmundur Pálsson og Guðjón Sigmundsson en þetta haust réðust þeir félagarnir til Sólheima í beinu framhaldi af því að hafa veitt sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni forstöðu. Allar götur síðan hefur skátastarfið skipað mikilvægan sess í félagsstarfi staðarins og félagsmenn verið duglegir að taka þátt í sameiginlegum viðburðum skáta af ýmsum tagi svo sem að taka þátt í skátamótum og öðru sameiginlegu starfi.

 

Þá hafa félagar úr Skátafélagi Sólheima tekið þátt í alþjóðlegum viðburðum á borð við alheimsmót skáta (Jamboree), fyrst í Ástralíu árið 1987 England 207 og síðast í Svíþjóð árið 2011.

 

Í tilefni af þessum merkilegu tímamótum verður slegið upp myndasýningu og dúndrandi kvöldvöku í Sesseljuhúsi og hefst dagskráin kl. 17:00 á laugardaginn og eru allir skátar og velunnarar starfsins og staðarins hjartanlega velkomnir!

 

….

 

Allar nánari upplýsingar:

gudmundur@digital.is – 696 4063

valgeir@solheimar.is – 855 6022 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is