Sjálfboðaliðar á Sólheimum

Í dag eru átta sjálfboðaliðar á Sólheimum, en Sólheimar eru styrktir af sjálfboðaliðastarfi Evrópu unga fólksins. Þau koma frá Þýskalandi, Frakklandi, Serbíu, Rúmeníu, Ítalíu, Portúgal og Spáni. Megin markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki tækifæri til að taka þátt í lífi og starfi hér á Sólheimum þar sem þau geta vaxið og dafnað. Sjálfboðaliðarnir sinna ýmsum störfum á Sólheimum, svosem vinnu í skógrækt, gróðurhúsi, bakaríi og á hinum ýmsu listvinnustofum Sólheima. Hluti af verkefninu er íslenskukennsla, sem fer fram einu sinni í viku á Sólheimum, og vettvangsferðir til að kynnast landi og þjóð. Á meðfylgjandi mynd má sjá sjálfboðaliðana ásamt leiðbeinanda í keilu.

Í sjálfboðaliðastarfi Evrópu unga fólksins stendur ungu fólki á aldrinum 16 – 30 ára til boða að fara sem sjálfboðaliði til Evrópu í allt að 12 mánuði. Þar gefst þeim tækifæri á að sinna fjölbreyttum störfum, kynnast ólíkri menningu og öðlast reynslu sem nýtist þeim alla ævi.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is