Sjálfboðaliðar á Sólheimum

Í janúar komu til okkar 5 nýjir sjálfboðaliðar. Það eru þau Viktoria frá Rússlandi, Lindsey frá Frakklandi, Anna frá Þýskalandi, Gloria frá Kenía og Boon frá Nýja-Sjálandi. Þessir sjálfboðaliðar munu dvelja hjá okkur næstu 3 mánuðina.
Frá stofnun Sólheima hafa erlendir sjálfboðaliðar skipað mikilvægan sess í starfi Sólheima. 
Sólheimar taka á móti fjölda erlendra sjálfboðaliða sem dvelja á Sólheimum um lengri eða skemmri tíma. Með því móti skapast fjölmörg tækifæri þar sem sjálfboðaliðar leggja sitt að mörkum til samfélagsins og íbúanna. Einnig veitir það íbúum Sólheima einstakt tækifæri til að kynnast ólíkum menningarheimum og einstaklingum.  Sjáflboðaliðar koma að mörgum ólíkum þáttum með vinnu sinni; á vinnustofum, í fyrirtækjum, við söng og dans, í leikfélagi o.s.frv.


 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is