Hringrás náttúrunnar

Í náttúrunni er stöðug hringrás efna og orku. Því verður hvorki til sorp né mengun og ekki er gengið á orkuauðlindir jarðar. Í sjálfbærum byggingum er leitast við að herma eftir þessu hringrásarferli eftir bestu getu og notaðir endurnýjanlegir orkugjafar, bæði til upphitunar og lýsingar.

linulegt-hus2


Í öllum byggingum verður til sorp og skólp sem bæði innihalda lífræn efni. Þessum efnum er hægt að skila til baka til náttúrunnar og loka þannig náttúrlegri hringrás næringarefna. Það er hægt með moltugerð og fráveitukerfi sem endurvinnur næringarefni. Fráveita er leiðslukerfi fyrir fráveituvatn þ.e. skólp, ofanvatn og vatn frá upphitunarkerfum húsa. Til að stuðla að sjálfbærri þróun þarf að hreinsa fráveituvatn staðbundið og sjá til þess að næringarefnum sé skilað aftur til náttúrunnar. Náttúran býr yfir góðum hæfileika til að hreinsa skólpvatn og hafa verið þróuð tilbúin náttúrukerfi til hreinsunar á skólpi eins og tjarnir og votlendi.

(Heimild: Bokalders, V: Byggekologi, 2004)

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is