Sjálfbærar byggingar

Ýmsar nafngiftir hafa verið notaðar um hús þar sem áhersla er lögð á að byggja í sátt við umhverfið. Slík hús hafa til dæmis verið nefnd vistvænar, orkunýtnar eða grænar byggingar. Í upphafi var megináhersla lögð á orkusparnað en í seinni tíð hefur góð yfirsýn yfir sampil byggingar, umhverfis og vistfræði þess hlotið aukið vægi. Því þykir réttara að tala um sjálfbærar byggingar.

Til að kallast sjálfbær bygging þarf hús að uppfylla ýmsar kröfur, bæði hvað varðar bygginguna sjálfa og hvað fer fram í henni. Kröfurnar eru tíundaðar hér að neðan en ítarlega var farið í efnið á sýningunni Að byggja og búa í sátt við umhverfið. Hugmyndafræðin er sótt til sænska arkitektsins Varis Bokalders en hann gaf út bókina Byggekologi árið 2004 sem inniheldur hafsjó af fróðleik um sjálfbærar byggingar. Bókin er til á bókasafni Sesseljuhúss.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is