Ráðstefnu- og fundaaðstaða

Sesseljuhús er leigt út til ráðstefnu- og fundahalds og hafa viðskiptavinir verið sérstaklega ánægðir með aðstöðuna. Húsið sjálft og hin fallega umgjörð á Sólheimum gefur fólki kraft til góðra verka yfir daginn en einnig tækifæri til að slaka á fjarri skarkala nútímans að fundi loknum. Húsið nýtur vaxandi vinsælda hjá fyrirtækjum til stefnumótunar og vinnufunda. Í húsinu er þráðlaust netsamband, stór ráðstefnusalur, fundaherbergi, notaleg arinstofa og píanó. Gestum stendur einnig til boða að baða sig í sundlaug og heitum potti Sólheima.
birgisstofa


Sesseljuhús er um 850 fermetrar að gólfmáli og bæði bjart og rúmgott. Gengið er inn í rúmgóða arinstofu með sætum fyrir um 50 manns. Þaðan er innangengt í eldhús með helsta búnaði fyrir veitingaþjónustu. Arinstofan er mjög hlýleg og er gott að slaka þar á við arineld og kertaljós í lok dags. Við arinstofuna er ráðstefnusalur fyrir um 100 manns með fullkomnum tæknibúnaði, þ.e. stóru breiðtjaldi, skjávarpa, tölvu og góðu hljóðkerfi.

fyrirlestrarsalur

Úr arinstofu er gengið inn í rými með skrifstofu og þremur misstórum fundaherbergjum. Herbergin eru nefnd eftir íslenskum frumkvöðlum í  náttúrvernd, þeim Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra, Páli Sveinssyni landgræðslustjóra og Birgi Kjaran alþingismanni og formanni Náttúruverndarráðs.

dsc_0191

Hafið samband við starfsmenn Sesseljuhúss fyrir nánari upplýsingar.


Sími: 422 6080
GSM: 855 6080
Fax: 422 4402

Netfang:
sesseljuhus@solheimar.is

Heimasíða: 
www.sesseljuhus.is
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is