Þakfrágangur

Þak Sesseljuhúss er klætt nýjum, vistvænum þakdúk frá norska fyrirtækinu Protan. Meginhluti þaksins er einangraður að utanverðu, beint á dúkinn, með sérstaklega þéttri steinull. Ofan á ullina er svo lagt torf sem er því einnig hluti af einangrun þaksins. Hluti þaksins, þ.e. á sýningarskála, er svo byggður upp á hefðbundinn hátt og er einangrað í sperrubil. Einangrunin þar er hins vegar óvenjuleg, nefnilega fínmulinn pappír, án ertandi trefja eða efna

Íslenska steinullin er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem framleidd er án þess að brennsla kola komi til. Ennfremur eru hráefnanámur Steinullarverksmiðjunnar að finna í fjöruborði og sér sjórinn um að viðhalda sandi jafnóðum og hann er fjarlægður til vinnslu. Því er engin sjónmengun af hráefnisvinnslunni þrátt fyrir 18 ára starfssemi, ólíkt því sem þekkist annarsstaðar.

Um þakfrágang sá fyrirtækið Fagtún

P0007429

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is