Fræðslufundir og málþing

Á hverju sumri er haldin röð fræðslufunda um umhverfimsál í Sesseljuhúsi þar sem sérfræðingar á mismunandi sviðum umhverfismála fræða áhugasama um ýmis áhugaverð málefni. Fundirnir eru haldnir á laugardögum og hefjast kl. 15:00.

Allir eru velkomnir á fræðslufundina og er aðgangur ókeypis.

Hér að neðan getur að líta drög að fræðslufundaröðinni fyrir sumarið 2013:

1.júní. Laugardagur kl. 15:00 í Ölur: Ormaskoðun og moltugerð Ágúst Valgeirsson fræðir fólk um orma sem eru notaðir í moltugerð og heldur kynningu á ormamoltugerð.

6.júní.  Fimmtudagur kl. 18:00 í Grænu könnunni: Lífræn sápugerð Paulo Bessa lífræðingur og sápugerðarmaður kynnir fyrir gestum þær jurtir og jurtavörur sem eru framleiddar á Jurtastofu Sólheima.

15.júní.  Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhús: Ljósmyndakeppni Pétur Thomsen ljósmyndari kennir grunnatriði í ljósmyndun og hefur ljósmyndakeppni sem um standa til 1. ágúst.22. júní. Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: Jarðstraumar í heimahúsum Bryndís Pétursdóttir jarðstraumakönnuður fræðir okkur um áhrif jarð- og rafstrauma í híbýlum, á heilsu fólks og til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að minnka áhrif þeirra.29.júní. Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: Býflugnarækt Erlendur Pálsson býflugnabóndi heldur kynningu á býflugnarækt og sýnir býflugnabúið sitt hér á Sólheimum.4.júlí. Fimmtudagur kl. 18:00 í Grænu könnunni:  Jurtalitun Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar um sögu og aðferðir jurtalitunar á Íslandi og  fer í stutta göngu í leit að litunarjurtum.13.júlí. Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: Álfar og huldufólk Ragnhildur Jónsdóttir sjáandi fræðir gesti um álfaheima og orku í íslenskri náttúru.

18.júlí.  Fimmtudagur kl. 18:00 í Grænu könnunni: Garðyrkja við sumarbústaði Kristinn Þorsteinsson garðyrkjufræðingur heldur kynningu á garðyrkju í sumarbúastaðalöndum.

20. júlí.  Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: Myglusveppir í heimahúsum Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir heldur kynningu á myglusveppum í heimahúsum og fræðir fólk um hvað er til ráða þegar sveppur skýtur upp kollinum.3.ágúst.  Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: Hagnýting íslenskra jurta Hildur Hákonadóttir höfundur hinnar vinsælu handbókar Ætigarðurinn fjallar um hvernig hægt er að nýta og njóta gróðurs, bæði þess villta og þess sem ræktaður er. Í fyrirlesturinn fléttar hún saman hagnýtri visku, þjóðfræði og heimspeki rætkunar.10.ágúst.  Laugardagur kl. 15:00 í Grænu könnunni: Lífræni dagurinn og sveppatínsla Michele Rebora sveppaáhugamaður fjallar um tínslu og vinnslu íslenskra matsveppa. Einnig heldur Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur, heldur fyrirlestur um lífræna og lífeflda ræktun í tilefni af lífræna deginum.

 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is