Ráðning nýs framkvæmdastjóra á Sólheimum

Ráðning nýs framkvæmdastjóra

Kristín Björg Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sólheima. Kristín er fráfarandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, en hún hefur gengt því starfi frá árinu 2016. Þar áður sinnti hún sama starfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands til þriggja ára.

Kristín Björg er með MA í lögfræði frá Háskóla Íslands, og einnig Bsc. í hjúkrunarfræði frá sama skóla.
Hún hefur starfað hjá Biskupsstofu, Sýslumanninum í Reykjavík og við hjúkrun og hjúkrunarstjórnun víða um land. Kristín Björg hefur jafnframt réttindi sem héraðsdómslögmaður, jógakennari og nuddari, og hefur verið með eigin rekstur.

Kristín Björg var ein af rösklega þrjátíu umsækjendum um starf framkvæmdastjóra Sólheima. Í umsögn valnefndar segir að víðtæk starfsreynsla Kristínar og menntun, jákvætt viðhorf og áhugi á velferð samfélags Sólheima geri hana afar vel að starfinu komna. Kristín Björg mun setjast að á Sólheimum á komandi hausti, um leið og hún tekur við starfi framkvæmdastjóra Sólheima.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is