Velkomin á Vefverslun Sólheima
Sólheimar hafa alla tíð lagt mikla áherslu á handverk, notkun náttúrulegs hráefnis, endurnýtingu og endurvinnslu. Allar vinnustofur Sólheima hafa þetta leiðarljós, um leið og þær bjóða íbúum Sólheima fjölbreytt störf þar sem skapaðar eru fallegar og handgerðar vörur.
ATHUGIÐ - Uppfærsla á greiðslukerfi
Vegna uppfærslu á greiðslukerfi er ekki hægt að ganga frá kaupum í vefverslun í augnblikinu.
Framleiðsla listmuna er mjög fjölbreytt, framleiddir eru skrautmunir og nytjahlutir. Teikningar eftir íbúa Sólheima, eru notaðar í gerð skúlptúra af ýmsum stærðum og gerðum.
Í jurtastofunni eru framleiddar handsápur, krem, sjampó, varasalvi og baðsölt.
Allar vörurnar eru lífrænt vottaðar af Tún vottunarstofu.
JURTASTOFA SÓLHEIMA
ÚR ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
Jurtastofa Sólheima nýtir jurtir sem eru ræktaðar á garðyrkjustöð Sólheima eða týndar villtar á svæðinu. Einnig er annað hráefni lífrænt vottað og í hæsta gæðaflokki