Menu
Menu

Sýningar

Hrein orka – betri heimur

Sýningin Hrein orka – betri heimur er eina fastasýningin í Sesseljuhúsi og er jafnframt stærsta sýningin. Sýningin fjallar um endurnýjanlega orkugjafa, hún er að miklum hluta gagnvirk og mjög fróðleg fyrir alla fjölskylduna. Sýningin er unnin í samvinnu við Orkusetur, um uppsetningu og hönnun sáu Christelle Bimier og List og saga.
Í vinnslu er utanhússhluti sýningarinnar, Orkugarðurinn, sem er sýning um þá sjálfbæru orkugjafa sem notaðir eru á Sólheimum, en hér eru í notkun vindmylla, sólarrafhlaða og hitaveita auk þess sem verið er að byggja litla vatnsaflsvirkjun í bæjarlæknum. Sýningin er bæði á ensku og íslensku og stendur hún allt árið. Tekið er á móti skólahópum á sýninguna sem yfirleitt fá einnig leiðsögn um sögu Sólheima og um sjálfbærni og orkumál á Íslandi.

Sýningin er unnin í samvinnu við Orkusetur.

Hrein orka – betri heimur
Hrein orka – betri heimur
Hrein orka – betri heimur

Sýningarumsjón

Skarphéðinn Guðmundsson

Smiður

Christelle Bimier

Grafík

List og saga

Orkugagnagrunnur

Orkugagnagrunnur Sesseljuhúss er áhugaverð sýning fyrir almenning og skólahópa á öllum aldri. Í Sesseljuhús er gagnagrunnur sem tekur við gögnum um orkunotkun hússins. Þessi gögn eru svo aðgengileg á svokölluðum Orkuskjá sem er staðsettur í andyrri húsins. Þar getur þess vegna fólk séð rauntímagögn húsins á skjánum þar sem fólk sér hversu mikið rafmagn húsið er að nota og hversu mikið af því rafmagni kemur frá sólarsellum, vindmyllu og frá landsneti. Einnig er hægt að sjá hversu mikið heitt- og kalt vatn er notað í húsinu. Einnig er hægt að sjá hversu mikið af kolum og olíu við mundum nota til að framleiða rafmagn fyrir húsið.

Verkefnið hófst árið 2008 og samstarfsaðilar Sesseljuhúss í verkefninu eru Þórarinn H. Harðarsson og Hörður Benediktsson. Verkefnið er styrkt af Orkusjóði.

Orkugagnagrunnur
Orkugagnagrunnur
Orkugagnagrunnur
Orkugagnagrunnur
Orkugagnagrunnur

Sjálfbæra heimilið

Þann 6. júní 2015 voru opnaðar tvær sýningar í Sesseljuhúsi. Annarsvegar sýningin Heimilið þar sem megin markmið sýningarinn er að fræða fólk á öllum aldri um hvað það getur gert heima hjá sér til að lifa sjálfbærum lífstíl.

Sólheimar sjálfbært samfélag

Vorið 2015 var sett upp sýningin Sólheimar sjálfbært samfélag þar sem megin markmið sýningarinnar var að fræða fólk um líf og starf á Sólheimum og þá sérstaklega hvað fer fram á vinnustofum samfélagsins.   

Eldri sýningar

Sýningin Endurvinnsla og skógar var opnuð í byrjun mars í tengslum við Umhverfismars sem haldinn var á Sólheimum, en umhverfisfræðsla var í fyrirrúmi allan mánuðinn. Sýningin er gerð úr umbúðum og öðru sem í daglegu tali er kallað rusl og til féll á einni viku hjá íbúum Sólheima. Afraksturinn varð svokallað skógarherbergi en þar getur að líta ævintýralegan og afar fallegan skóg úr rusli. Ástæða þess að gerður var skógur úr ruslinu er að árið 2011 er tileinkað skógum hjá Sameinuðu þjóðunum og getur að líta fræðslu um mikilvægi skóga á sýningunni auk umfjöllunar um umhverfismarsinn. 

Sýningin Sjálfbær ferðamennska verður opnuð um miðjan maí og er unnin í samstarfi við ferðamálafræði Háskóla Íslands. Nemendur í námskeiðinu Ferðamennska og umhverfi útbjuggu sýningarskilti um efnið sem hanga frammi í Sesseljuhúsi.

Sýningin Sjálfbærar byggingar verður einnig opnuð um miðjan maí og fjallar um mismunandi tegundir sjálfbærra bygginga. Sýningin er unnin af starfsnemunum David Burt og Brennan Long sem báðir leggja stund á nám í arkítektúr og störfuðu við húsið s.l. haust.

Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
You have successfully subscribed!