Opinber heimsókn forsetahjóna á Sólheima 2015


Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú koma í opinbera heimsókn á Sólheima fimmudaginn 18. júní. Tilefnið er að í ár er Sólheimar 85 ára. Forsetahjónin munu kynna sér samfélagið, heilsa uppá íbúa og njóta þess allra besta sem Sólheimar hafa uppá að bjóða. Ólafur Ragnar mun svo gróðursetja forsetatré í fallegum reit á staðnum en fyrir nákvæmlega 20 árum síðan gerði frú Vigdís Finnbogadóttir slíkt hið sama. Dagurinn mun enda með hátíðarbrag í Sólheimakirkju þar sem forsetinn mun ávarpa gesti, Sólheimakórinn mun stíga á stokk ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum.  

Eftirvæntingarfullur og góður dagur í vændum fyrir íbúa og gesti Sólheima.


ólafur og dorrit
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is