Ólafur Hauksson fékk Framfarabikar Frískra flóamanna, Sólheimahlaupið

Sólheimar 7 október 2017

Sólheimahlaupið 
Þetta var skemmtilegur dagur,  sumir hlupu aðrir hjóluðu einn var á rafmagnshjóli og einn gekk hratt.
Allir komu í mark. 
Boðið var uppá grænmeti og vatn í Grænu könnunni
og Frískir Flóamenn afhentu bikarinn góða. 

“ Framfarabikar Frískra Flóamanna 2017-2018

Í ár var hörð keppni milli margra góðra kandídata um að hljóta þessa eftirsóttu viðurkenningu frá Frískum Flóamönnum.

Einstaklingurinn sem vann og hlýtur bikarinn er mjög duglegur að hreifa sig og þarf litla hvatningu, en er hvatning fyrir aðra. Hægt er að fullyrða að hann hreifi sig manna mest, í vinnu og utan.

Hann er alinn upp á göngu og útivist, þar sem faðir hans er mikill útivistarmaður.

Hann er góður sundmaður, göngumaður, hjólamaður og góður við alla, stundum svolítið stríðin, en ekki um of,  þó hann sé pínu prakkari. Hann er einstaklega duglegur í umhverfismálum og er með hugan við endurvinnslu alla daga. 

Jú, auðvitað erum við að tala um!  

Ólaf Hauksson.  

 

Til Hamingju Ólafur Hauksson

Hér hefur þú bikarinn sem ber nafn þitt í eitt ár og þú skilar bikarnum næsta ár.,, 


 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is