Miðvikudaginn 18 desember klukkan 20:00 Eitthvað fallegt jólatónleikar 2019 í Sólheimakirkju

Tónleikar í Sólheimakirkju
Kynning á plötunni  Eitthvað fallegt
Byrja klukkan 20:00
Upplýsingar um verð á tónleikanna koma síðar. 

Eitthvað fallegt, með Svavari Knúti, Röggu Gröndal og Kristjönu Stefáns er lágstemmd og einlæg jólaplata, þar sem markmiðið er að draga fram kjarna jólaandans.

Sú hugmynd sem lá til grundvallar upptökunum á plötunni var sú að besta leiðin til að nálgast hinn sanna kjarna jólalagsins sé að fjarlægja sjálfið (egóið) úr flutningnum og láta kærleikann ráða för. Við erum eiginlega bara á því að það standist ágætlega skoðun, þó vissulega leyfum við áheyrendum að fella um það lokadóm.

Á plötunni er að finna þrettán lög, þar af sjö frumsamin og sex sígild jólalög.
Lagaröð hljómplötunnar er svohljóðandi:
1: Nóttin var sú ágæt ein (Einar Sigurðsson / Sigvaldi Kaldalóns)
2: Bestu stundirnar (Bergur Þór Ingólfsson / Kristjana Stefáns)
3: Hin fyrstu Jól (Kristján frá Djúpalæk / Ingibjörg Þorbergs)
4: Jólakveðja (Jóhannes úr Kötlum / Ragnheiður Gröndal)
5: Hátíð fer að höndum ein (Jóhannes úr Kötlum / Þjóðlag)
6: Í nótt er foldin skyggð (Svavar Knútur)
7: Maríukvæði (Halldór Laxness / Atli Heimir Sveinsson
8: Klukkur Klingja (Ragnheiður Gröndal)
9: Jólin alls staðar (Jóhanna G. Erlingsdóttir/ Jón Sigurðsson)
10: Ég þigg þennan Pakka (Bergur Þór Ingólfsson / Kristjana Stefáns)
11: Jólaþankar (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson / Ragnheiður Gröndal)
12: Höldum Jól (Svavar Knútur)
13: Jólagjöfin (Sverrir Pálsson / Gustav Holst)

Við vonum að þið njótið vel elsku fólk.

Upptökur fóru fram í Hljóðrita, Grafarvogskirkju og heima hjá Svavari Knúti.
Upptökumenn voru Guðmundur Pétursson, Birkir Rafn Gíslason, Jón Skuggi og Svavar Knútur.

Útsetningar: Ragnheiður Gröndal, Svavar Knútur og Kristjana Stefáns

Hljóðblöndun og mastering: Jón Skuggi

Hönnun umslags: Högni Sigþórsson

Teiknuð mynd: Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir

Útgáfa: Dimma 2013

Svavar Knútur: Söngur, gítar, Ukulele, Ukulele bassi, bakraddir Glockenspie, Ikea stóll, Samheitaorðabók, tambúrína, blokkflautur og klapp.

Ragnheiður Gröndal: Söngur, píanó og raddir

Kristjana Stefáns: Söngur, raddir, ukulele, harmoníum, Ikea stóll, tambúrína, og hrista.

Dimma útgáfa gefur út.
 

FACEBOOK

PÓSTLISTI

VEÐUR

 
 
Sólheimar sjálfbært samfélag | 801 selfoss | Iceland | Sími: 422 6000 | solheimar@solheimar.is